Fjórða og síðasta úthlutunin

Sjóðurinn hefur úthlutað 28 milljónum króna til samfélags- og atvinnueflandi verkefna á Borgafirði eystri.

Tuttugu og tvær umsóknir bárust í frumkvæðissjóð Betri Borgarfjarðar 2021. Er þetta fjórða og síðasta úthlutun í verkefninu en undanfarin ár hefur sjóðurinn úthlutað 28 milljónum króna til samfélags- og atvinnueflandi verkefna á Borgafirði eystri.

Byggðalagið hóf þátttöku í verkefni Byggðastofnunar Brothættum byggðum veturinn 2018 og lýkur verkefninu um næstu áramót. Frá upphafi verkefnisins hefur verið góð þátttaka af hálfu íbúa og fjölmargar og fjölbreyttar umsóknir borist um styrkúthlutanir árlega.

Sjö milljónir eru til úthlutunar að þessu sinni og bárust frá 20 einstaklingum, fyrirtækjum og einstaklingum. Sérstök úthlutunarnefnd vinnur nú að því að meta umsóknirnar og er gert ráð fyrir að úthlutun fari fram um miðjan maí.

Nánari upplýsingar


Alda Marín Kristinsdóttir

470 3860 // [email protected]