Fræðslustjóri að láni – markviss þarfagreining

Ef fyrirtæki eða stofnun vill nýta sér fagmanneskju til aðstoðar við fræðslumálin þá getur Austurbrú boðið upp á fræðslustjóra að láni í samvinnu við starfsmenntunarsjóði verkalýðsfélaga. Verkefnið byggist á að Austurbrú lánar út ráðgjafa, sérhæfðan í vinnustaðafræðslu til fyrirtækja. Ráðgjafinn fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins, dregur fram það sem vel er gert og gerir í framhaldinu greiningu á fræðsluþörfum fyrirtækisins. Stuðst er við Markviss aðferðina sem er kerfisbundin greiningaraðferð til að vinna að starfsmannaþróun. Greiningin er unnin í samstarfi við stjórnendur og starfsmenn sem þannig gefst kostur á að meta þekkingar- og færniþörf fyrirtækisins og skipuleggja uppbyggingu í samræmi við það mat. Hægt er að sækja um styrk til starfsmenntasjóða fyrir verkefninu og aðstoða starfsmenn Austurbrúar við það.

Nánari upplýsingar


Hrönn Grímsdóttir

470 3833 // [email protected]


Úrsúla Manda Ármannsdóttir

4703832 // [email protected]