Menntaráðgjöf til fyrirtækja og stofnana
Austurbrú býður fyrirtækjum og stofnunum upp á fjölbreytta þjónustu. Við getum aðstoðað með fræðslu á vinnustöðum hvort sem það er til lengri eða skemmri tíma. Það getur falist í þarfagreiningum, hönnun fræðsluáætlana og sérsniðinna námskeiða.
Við getum...
- Kynnt möguleika á raunfærnimati á fagsviðum starfsmanna
- Sett upp stök námskeið fyrir vinnustaðinn
- Greint fræðsuþarfir og gera fræðsluáætlun fyrir starfsmannahópinn
- Framfylgt fræðsluáætlun í samvinnu við fyrirtækið
- Sinnt ráðgjöf til starfsmanna um frekari námsmöguleika og starfsþróun
Fræðslustjóri að láni – markviss þarfagreining
Ef fyrirtæki eða stofnun vill nýta sér fagmanneskju til aðstoðar við fræðslumálin þá getur Austurbrú boðið upp á fræðslustjóra að láni í samvinnu við starfsmenntunarsjóði verkalýðsfélaga. Verkefnið byggist á að Austurbrú lánar út ráðgjafa, sérhæfðan í vinnustaðafræðslu til fyrirtækja. Ráðgjafinn fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins, dregur fram það sem vel er gert og gerir í framhaldinu greiningu á fræðsluþörfum fyrirtækisins. Stuðst er við Markviss aðferðina sem er kerfisbundin greiningaraðferð til að vinna að starfsmannaþróun. Greiningin er unnin í samstarfi við stjórnendur og starfsmenn sem þannig gefst kostur á að meta þekkingar- og færniþörf fyrirtækisins og skipuleggja uppbyggingu í samræmi við það mat. Hægt er að sækja um styrk til starfsmenntasjóða fyrir verkefninu og aðstoða starfsmenn Austurbrúar við það.
Meiri starfsánægja
Mörg fyrirtæki sem hafa unnið eftir þessari aðferð telja sig hafa náð marktækum árangri á eftirtöldum sviðum:
- Aukin framleiðni og virkni
- Aukin gæði vöru og þjónustu
- Virkari sí – og endurmenntun
- Skýrari stefnumörkun
- Árangursríkari markmiðasetning
- Bætt samstarf innan og utan fyrirtækisins
- Markvissari nýting á nýrri tækni
- Meiri starfsánægja
Nánari upplýsingar

Sigfinnur Björnsson

Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir

Hrönn Grímsdóttir