Enska – Orðaforði og daglegt mál

2. Þrep á framhaldsskólastigi – 5 einingar – Orðaforði, daglegt mál, lesskilningur og ritun.

Áfanginn er kenndur helgarnar 13. og 14. febrúar og 27. og 28. febrúar. Stuðningstímar eru á miðvikudögum kl. 16-20.

Tilgangur námsþáttarins er að byggja upp umfangsmeiri/flóknari orðaforða námsmanna. Meiri áhersla er á ritun, bæði þýðingar og frjálsa ritun, lesskilning og daglegt mál. Hugtakið menningarlæsi er kynnt með tilliti til aukinnar víðsýni og umburðarlyndis gagnvart fjölmenningu og ólíkum menningarheimum. Lestur greina og smásagna taka mið af auknum orðaforða. Ritun miðar að undirbúningi fyrir formlega ritgerðasmíð og frjálsa ritun með heimildaöflun. Nemar skulu tileinka sér munnlega tjáningu á tungumálinu og fá þeir leiðbeiningar þar að lútandi í kennslustundum.