Næsta námskeið:10.March 2021 - 10.March 2021
Staðsetning: Zoom vefumhverfi
Verð:12.900 Kr.
Lýsing: Á fjarnámskeiðinu er farið yfir sáningu og forræktun krydd- og matjurta. Upplýsingar um fjölda tegunda, sáningatíma og fjölgun með græðlingum. Greint er frá ræktunaraðferðum og áburðargjöf í forræktuninni. Námskeiðið prýðir fjöldi mynda og myndböndum úr ræktun leiðbeinandans.
Nemendur á námskeiðinu fá aðgang að lokuðum hóp á Fésbók. Þar mun leiðbeinandi miðla upplýsingum og myndböndum og nemar fá tækifæri á að spyrja og spjalla..
Fyrirkomulag: Fyrirlestrar og sýnikennsla
Tími og lengd námskeiðs: Miðvikudagurinn 10.03.2021 kl. 17:00 – 18:30
Kennslustaður: Vefumhverfi Zoom
Verð: 12.900 kr.
Flestir félagsmenn í Afli geta sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu þar sem starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt, Ríkismennt og Landsmennt greiða námskeiðsgjaldið að fullu.
Námskeiðið er öllum opið og minnum við þátttakendur á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.
Kennari: Auður I Ottesen garðyrkjufræðingur og ritstjóri Sumarhússins og garðurinn
Skráning: Skráning fer fram á heimasíðu Austurbrúar. Síðasti skráningardagur er mánudagurinn 08.03.