ATH: Námskeiðinu hefur verið frestað um óákveðin tíma.

Leiðin frá hugmynd að framkvæmd

– Viðskiptaáætlanir og styrkumsóknir vefnámskeið

Miðvikudagurinn 20.1.2021 frá kl. 17:00 – 19:00 í gegnum Zoom

Leiðbeinandi er Svava Björk Ólafsdóttir stofnandi RATA.

Að fá hugmynd er eitt en að koma henni í framkvæmd er annað. Á þessu stutta vefnámskeiði er farið yfir ferlið frá mótun hugmyndar að gerð viðskiptaáætlunar. Farið verður yfir undirstöðuatriðin við gerð viðskiptaáætlana svo sem undirbúning, innihald og áætlanagerð sem nýtist beint inn í styrkumsóknir og aðra fjármögnun. Námskeiðið nýtist sem góður grunnur við fjármögnun hugmynda og verkefna og tilvalið fyrir umsækjendur styrkja.

Svava Björk Ólafsdóttir er stofnandi RATA sem hefur þann tilgang að efla einstaklinga og teymi í átt að eigin árangri. Svava býr yfir þekkingu og reynslu af verkefnastjórnun, skapandi nýsköpunarferlum og að aðstoða einstaklinga og teymi við að ná skýrri framtíðarsýn, varða leiðina í átt að árangri og að styðja við að hlutum sé komið til framkvæmdar. Svava (MPM) hefur síðustu sex árin starfað í stuðningsumhverfi frumkvöðla við ráðgjöf, þjálfun og kennslu innan háskólanna. Hún hefur sömuleiðis stýrt verkefnum, lausnamótum og námskeiðum sem miða að því að styðja við bakið á frumkvöðlum á fyrstu skrefunum sem og í vaxtarferlinu.