Gítarnámskeið heima í stofu með Jóni Hilmari Kárasyni, tónlistarmanni. Námskeiðið samanstendur af sex 30 mínútna tímum. Þú finnur tíma sem hentar þér í samráði við kennara.

Verð: 30.000 kr
Félagsmenn í Afli geta sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu þar sem starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt, Ríkismennt og Landsmennt greiða námskeiðsgjaldið að fullu. Námskeiðið er öllum opið og minnum við aðra en félagsmenn í Afli á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Tími: Námskeiðið inniheldur 6 tíma (hver tími er 30 mínútur) og ákveður nemandi tímana í samráði við kennara

Kennari: Jón Hilmar Kárason, tónlistarmaður og -kennari.