Gítarnámskeið heima í stofu með Jóni Hilmari Kárasyni, tónlistarmanni. Námskeiðið samanstendur af sex 30 mínútna tímum. Þú finnur tíma sem hentar þér í samráði við kennara.
Verð: 30.000 kr
Félagsmenn í Afli geta sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu þar sem starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt, Ríkismennt og Landsmennt greiða námskeiðsgjaldið að fullu. Námskeiðið er öllum opið og minnum við aðra en félagsmenn í Afli á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.
Tími: Námskeiðið inniheldur 6 tíma (hver tími er 30 mínútur) og ákveður nemandi tímana í samráði við kennara
Kennari: Jón Hilmar Kárason, tónlistarmaður og -kennari.
Það er fátt eins heillandi og að geta tekið upp hljóðfæri og byrjað að spila uppáhalds lagið sitt. Nú býðst þér einstakt tækifæri til að læra á gítar heima í stofu með flottum kennara. Námið tekur mið af þínum þörfum og áhuga og mun nýtast þér ævilangt.
Námskeiðið samanstendur af 6 x 30 mínútna tímum og þú finnur tíma sem hentar þér með Jóni Hilmari. Ekki horfa til baka og hugsa “ég hefði átt að…”. Rétti tíminn er núna. Jón Hilmar getur aðstoðað þig við kaup á gítar ef þess þarf.
Skrá mig á námskeið