Næsta námskeið:15.March 2021 - 22.March 2021
Staðsetning: Vonarland, Egilsstaðir
Verð:26.000 Kr.
Hannaðu þitt eigið markaðsefni – örnámskeið í hönnunarforritinu Canva
Lýsing:
Ef þig langar til að hanna þínar eigin auglýsingar fyrir samfélagsmiðla, bæklinga, veggspjöld, lógó, nafnspjöld, prentaðar auglýsingar á fljótlegan og einfaldan hátt er þægilegt að læra á og nýta sér Canva forritið. Canva er ókeypis forrit á netinu sem auðvelt er að ná tökum á hafi maður skilning á grunnatriðum forritsins og stöðluðum stærðum fyrir mismunandi miðla.
Námskeiðið er tilvalið fyrir þá sem hafa almennt áhuga á hönnun eða eru með eigin rekstur og vilja geta hannað eigið markaðsefni fyrir internetið/samfélagsmiðla og prent.
Farið verður yfir grunnatriði í grafískri hönnun, mismunandi skráargerðir og stærðir á auglýsingum sem henta fyrir mismunandi miðla og kennt á hönnunarforritið Canva.
Nemendur þurfa að hafa meðferðis fartölvu og gott er að vera með snjallsíma til að taka og vinna með eigin myndir. Einnig er boðið upp á aðstoð við að setja forritið upp í símann fyrir þá sem það vilja. Nemendur þurfa ekki að hafa grunn í hönnun eða tölvuvinnslu til að ná tökum á efni námskeiðsins. Námskeiðið er kennt á íslensku en forritið er á ensku.
Markmiðið með náminu er að þátttakandinn:
Fyrirkomulag: Fyrirlestrar og einstaklingsverkefni
Lengd námskeiðs:
Námskeiðið er kennt í 3 skipti, 2 klst. í senn.
Kennslustaður: Vonarland, Egilsstöðum
Verð: 26.000 kr.
Flestir félagsmenn í Afli geta sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu þar sem starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt, Ríkismennt og Landsmennt greiða námskeiðsgjaldið að fullu.
Námskeiðið er öllum opið og minnum við þátttakendur á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.
Kennari: Heiðdís Halla Bjarnadóttir, grafískur hönnuður og kennari