Íslenska // F-ÍSLE2RU

Viðfangsefni: Ritun, bókmenntir, lestur, málfræði og málsaga

Námslýsing: Tilgangurinn er að efla hæfni námsmanna í lestri, ritun og á þróun tungumálsins. Áhersla er á að nemar vinni með mismunandi gerðir texta við lestrar- og ritunaræfingar. Unnið er með lykilhugtök málfræðinnar í tengslum við ritun og fjallað um hvernig tungumálið hefur breyst og hvernig það birtist í mismunandi tegundum texta. Jafnframt er fjallað um grunnhugtök bókmenntafræðinnar og unnið með mismunandi tegundir bókmennta.

Leiðbeinandi: Nánar auglýst síðar

Námsfyrirkomulag: Námsþátturinn er kenndur með fjarnámsfyrirkomulagi þar sem í boði eru kennsludagar og stoðtímar. Ekki er skyldumæting. Nánara skipulag birtist síðar.

Kennslutímabil er 11. febrúar til 25. mars. Kennsla og stoðtímar fara fram ýmist á Egilsstöðum eða Reyðarfirði, fer eftir staðsetningu nemenda.

  • 11. febrúar kl. 9:00-16:00
  • 12. febrúar kl. 9:00-16:00
  • 22. febrúar kl. 18:00-21:00 – stoðtími
  • 25. febrúar kl. 9:00-16:00
  • 1. mars kl. 18:00-21:00 – stoðtími
  • 11. mars kl. 9:00-16:00
  • 15. mars kl. 18:00-21:00 – stoðtími
  • 22. mars kl. 18:00-21:00 – próftaka, æfing

Síðasti skráningardagur: 4. janúar 2023.

Fyrir hverja: Námið getur nýst mörgum, t.d. þeim sem farið hafa í raunfærnimat og vantar almennar bóklegar greinar, þeim sem stefna á stúdentspróf eða undirbúningsdeildir háskóla.

Námþátturinn verður aðeins kenndur ef næg þátttaka næst.