Íslenska 2. þrep á framhaldsskólastigi – 5 einingar – Meðferð heimilda, ritun heimildaritgerða og framsetning efnis.

Kennari: Stefanía Valdimarsdóttir

Áfanginn hefst laugardaginn 13. janúar og kennt er 14., 30. og 31. janúar. Stuðningstímar eru á miðvikudögum kl. 16-20.

Lýsing

Tilgangur námsþáttarins er að efla hæfni námsmanna í að vinna með heimildir, flétta við eigin túlkun, vitna í heimildir og skrá þær. Áhersla er lögð á ritun, framsetningu og frágang texta, eigin túlkun og viðhorf ásamt meðferð og öflun heimilda í tengslum við vinnslu ýmiskonar verkefna, t.d. heimildaritgerða. Fjölbreyttar leiðir eru farnar til að ná hæfniviðmiðum námsþáttarins sem fræðsluaðili setur fram í kennsluáætlun.