Námskeiðið er sérsniðið að starfsmönnum hárgreiðslu- og snyrtistofa. Á námskeiðinu er farið yfir grunnaðferðir Lean og hvernig má á hagnýtan hátt gera einfaldar breytingar á vinnustað sem og á heimilinu sem hjálpa til við að spara tíma og gera störfin bæði einfaldari og skemmtilegri. Með aðferðum Lean getum við lært að skipuleggja vinnudaginn betur og stýra áreiti. Með því getum við forgangsraðað betur, komið meiru í verk og lokið deginum ánægð með afrakstur dagsins.

Um áraraðir hafa fyrirtæki af öllum gerðum notaðar aðferðir Lean til að láta starfsemi sína ganga betur. Betra skipulag og virkara starfsfólk er stór hluti af því.

Í hvað fer tími starfsfólks?
Mikill tími starfsfólk fer forgörðum vegna sóunar sem er fylgifiskur flestra starfa. Það er því engin tilviljun að flest stórfyrirtæki leggja mikið upp úr því að hafa hreint og bjart vinnurými sem er skipulagt með það fyrir augum að vinnan gangi sem best fyrir sig. Starfsfólki líður almennt betur í þannig vinnurými og framleiðni eykst.

Hreint vinnuumhverfi mikilvægt
Með því að hafa betur skipulagt vinnuumhverfi er auðveldara fyrir starfsfólk og stjórnendur að sinna starfi sínu betur. Við það fá þeir meiri tíma til að sinna því sem mikilvægast er og geta brugðist hraðar við því sem kemur upp hverju sinni

Þekkingin er til staðar
Það er því tímabært að hjálpa stjórnendum að öðlast þekkingu á hvernig er best að skipuleggja starfsemi með það fyrir augum að draga úr sóun og ná betri tökum á vinnuumhverfinu. Ávinningurinn er meiri starfsánægja, skilvirkni og jafnara vinnuálag.