Lifðu betur er námskeið sem kennir þátttakendum nýjar leiðir til að eiga við erfiðar hugsanir og tilfinningar, forgangsraða í lífi sínu og gera meira af því sem skiptir þá máli á þessum krefjandi tímum. Námskeiðið hefst á klukkutíma lifandi kynningarfyrirlestri á netinu með Orra Smárasyni, sálfræðingi og Sigurði Ólafssyni, ráðgjafa, en svo fá þátttakendur aðgang að vefsíðunni www.lifdubetur.is í 10 vikur og geta tileinkað sér námsefnið á sínum hraða og forsendum. Að tveimur viknum liðnum er annar fyrirlestur þar sem efnið verður útskýrt frekar, teknar umræður og spurningum svarað. Námskeiðið byggir á Sáttar- og atferlismeðferð, sem er gagnreynd aðferðafræði til að bæta lífsgæði og andlega heilsu.

Fyrirlestur: Innifalið í námskeiðinun eru tveir fyrirlestrar. Sá fyrri verður mánudaginn 26.10 kl. 17:00 í Zoom vefumhverfinu og og sá síðari mánudaginn 09.11 kl. 17:00 – einnig í Zoom vefumhverfinu.

Kennarar: Orri Smárason, sálfræðingur og Sigurður Ólafsson, ráðgjafi.

Þátttökufjöldi: Lágmarksþátttökufjöldi er 10 manns

Nánari lýsing

Lifðu betur er sjálfhjálparnámskeið sem fer alfarið fram á netinu á vefsíðunni www.lifdubetur.is

Meginmarkmið námskeiðsins er að bæta líðan og lífsgæði með því að:

  • Læra að eiga við erfiðar tilfinningar og hugsanir á nýjan hátt
  • Tileinka sér hugarfar núvitundar
  • Forgangsraða í lífi sínu
  • Auka virkni og gera meira af því sem skiptir mann mestu máli

Þátttakendur fá aðgang að lokuðu netsvæði Lifðu betur í 10 vikur sem inniheldur:

  • Sex stutta myndbandsfyrirlestra
  • Leshefti
  • Verkefnabók
  • Hljóðskrár með núvitundaræfingum
  • Hlekki á ítarefni

Tengiliðir: Sigfinnur Björnsson // [email protected] og Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir // [email protected]