Tveir praktískir fyrirlestrar í fjarkennslu með þaulreyndu markaðsfólki. Um námskeiðið sjá Gunnar Thorberg Sigurðsson og Edda Gísladóttir hjá Kapli markaðsráðgjöf. Þau eru miklir reynsluboltar þegar kemur að markaðssetningu og hafa haldið fjölda námskeiða um allt land.

Námskeiðið er tilvalið fyrir einstaklinga sem dreymir um að hefja frumkvöðlastarfsemi og fyrir þá sem þurfa aðstoð og nýjar hugmyndir í markaðssetningu. 

Á þessu námskeiði munu Edda og Gunnar renna yfir aðalatriði faglegs markaðsstarfs með sérstakri áherslu á vef- og samfélagsmiðla s.s:

  • Samfélagsmiðlar
  • Hvernig á að skrifa fyrir netið
  • Mótun skilaboða og uppbygging vefsíða
  • Greiningu á markaðsaðstæðum
  • Stefnumótun og aðgreining á markaði
  • Leitarvélabestun

Umsóknarfrestur til 16. október

Kennarar: Edda Gísladóttir og Gunnar Thorberg Sigurðsson
Nemendur geta óskað eftir einkaráðgjöf í klukkutíma með kennara eftir að námskeiði lýkur.
Verð fyrir einkaráðgjöf er 8.000 kr. klst.

Tími: 19. og 21. október frá 18:00 – 20:30