• Í fyrri lotunni verður farið í hugmyndavinnu, markaðsgreiningu, verk- og kostnaðaráætlanir, leyfi, sjóði og umsóknir.
  • Í seinni lotunni verður nemendum leiðbeint um vöruþróun og framleiðslu á vöru. Unnið er í vottuðu tilraunaeldhúsi Hallormsstaðaskóla.

 

Markmið smiðjunnar er að námsmenn öðlist skilning og getu til að vinna að vöruþróun og framleiðslu á matvælum. Einnig er mikil áhersla lögð á að nemendur fái innsýn í helstu verkferla í matvælaframleiðslu.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið heimilar að Matarsmiðjuna – Beint frá býli megi meta til allt að 10 framhaldsskólaeininga.