Um Menntastoðir

Menntastoðir eru ætlaðar þeim sem stefna á nám við undirbúningsdeildir háskóla eða vilja efla hæfni sína í almennum bóklegum greinum.

Námið er fyrir einstaklinga, 18 ára og eldri, með stutta formlega skólagöngu og hafa hug á að:

 • fara í undirbúningsdeildir háskólanna: Háskólabrú eða Háskólagátt
 • ljúka bóklegum kjarnaáföngum fyrir iðnnám
 • snúa aftur í nám á framhaldsskólastigi

Kenndir eru grunnáfangar í íslensku, ensku, stærðfræði, upplýsingatækni og námstækni.

> Nánar um Menntastoðir

Vorönn 2022

Á vorönn 2022 verða eftirtaldir námsþættir í boði:

Enska // F-ENSK2OH05

 • Staðlotur: Fyrri lotan fer fram 8.-9. janúar og sú seinni 22.-23. janúar. Kennt er á milli kl. 10 og 16 alla dagana. Ekki er skyldumæting.
 • Stuðningstímar: Miðvikudaga á milli kl. 16 og 20. Ekki er skyldumæting.
 • Námsefni: Allt efni er aðgengilegt á kennsluvefnum Innu og námið hentar því einnig vel sem fjarnám.
 • Viðfangsefni áfangans: Orðaforði, lestur, lesskilningur og málfræði. Lesin er stutt skáldsaga og/eða smásögur og unnin ritunarverkefni út frá þeim. Samhliða unnið með hagnýt málfræði atriði. Áfanginn er próflaus og námsmat byggir á verkefnavinnu nemenda.
 • Skráning

Stærðfræði // F-STÆF2HS

 • Áfanginn hefst laugardaginn 5. febrúar 2022 og honum lýkur mánudaginn 9. mars.
 • Staðlotur: Fara fram 5.-6. febrúar, 19.-20. febrúar, 5.-6. mars og 9. mars. Ekki er skyldumæting.
 • Námsefni: Allt efni er aðgengilegt á kennsluvefnum Innu.
 • Viðfangsefni áfangans: Tilgangur námsþáttarins er að nemar tileinki sér vönduð vinnubrögð í stærðfræði, nákvæmni í framsetningu og röksemdarfærslu við úrlausn verkefna og þrauta. Áhersla er á hagnýta stærðfræði í daglegu lífi þar sem farið er í grunnatriði verslunarreiknings, flatarmál og rúmmál. Fjallað er um hlutföll, prósentu-, vaxtareikning, verðtryggingu og erlendan gjaldeyri. Nemar fá þjálfun í að nota grunnþætti lýsandi tölfræði eins og tíðni, gröf, miðsækni, dreifing og mat á niðurstöðum. Einnig er notkun töflureiknis við úrlausn verkefna þjálfuð hjá námsmönnum.
 • Námsmat:  Fjölbreyttar leiðir eru notaðar til að ná hæfniviðmiðum námsþáttarins sem fræðsluaðili setur fram í kennsluáætlun.
 • Skráning

 

Athugið! Ef nemendi skráir sig bæði í áfanga í ensku og stærðfræði kosta áfangarnir samtals 47.000 kr.

Nánari upplýsingar


Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir

470 3802 // [email protected]