Næsta námskeið:20. febrúar - 18. apríl
Menntastoðir eru ætlaðar þeim sem stefna á nám við undirbúningsdeildir háskóla eða vilja efla hæfni sína í almennum bóklegum greinum.
Námið er fyrir einstaklinga, 18 ára og eldri, með stutta formlega skólagöngu og hafa hug á að:
Kenndir eru grunnáfangar í íslensku, ensku, stærðfræði, upplýsingatækni og námstækni.
Viðfangsefni: Ritvinnsla, kynningarforrit, miðlar og töflureiknir.
Námslýsing: Tilgangurinn er að efla hæfni námsmanna í tölvu- og upplýsingatækni. Áhersla er að þjálfa nema í notkun ýmissa gagnlegra forrita sem nýtast í námi og starfi. Lagt er upp úr kynningu og notkun á opnum (gjaldfrjálsum) hugbúnaði.
Leiðbeinandi: Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, verkefnastjóri
Námsfyrirkomulag: Námsþátturinn er kenndur með fjarnámsfyrirkomulagi þar sem í boði eru kennsludagar og stoðtímar. Ekki er skyldumæting. Nánara skipulag birtist síðar.
Kennslutímabil 26. febrúar til 18. apríl. Kennsla og stoðtímar fara fram ýmist á Egilsstöðum eða Reyðarfirði, fer eftir staðsetningu nemenda
26. febrúar kl. 9:00-16:00
07. mars kl. 18:00-21:00 – stoðtími
12. mars kl. 9:00-16:00
21. mars kl. 18:00-21:00 – stoðtími
01. apríl kl. 9:00-16:00 + tími í hádegishlé
11. apríl kl. 18:00-21:00 – stoðtími
18. apríl kl. 18:00-21:00 – stoðtími
Síðasti skráningardagur: 10. febrúar 2023.
Fyrir hverja: Námið getur nýst mörgum, t.d. þeim sem farið hafa í raunfærnimat og vantar almennar bóklegar greinar, þeim sem stefna á stúdentspróf eða undirbúningsdeildir háskóla. Einnig hentar upplýsingatækni þeim vel sem vilja m.a. efla færni sína í ritvinnslu, töflureikni og ókeypis hugbúnaði.
Námsþátturinn verður aðeins kenndur ef næg þátttaka næst.
Viðfangsefni: Ritun, bókmenntir, lestur, málfræði og málsaga
Námslýsing: Tilgangurinn er að efla hæfni námsmanna í lestri, ritun og á þróun tungumálsins. Áhersla er á að nemar vinni með mismunandi gerðir texta við lestrar- og ritunaræfingar. Unnið er með lykilhugtök málfræðinnar í tengslum við ritun og fjallað um hvernig tungumálið hefur breyst og hvernig það birtist í mismunandi tegundum texta. Jafnframt er fjallað um grunnhugtök bókmenntafræðinnar og unnið með mismunandi tegundir bókmennta.
Leiðbeinandi: Nánar auglýst síðar
Námsfyrirkomulag: Námsþátturinn er kenndur með fjarnámsfyrirkomulagi þar sem í boði eru kennsludagar og stoðtímar. Ekki er skyldumæting. Nánara skipulag birtist síðar. Kennslutímabil er 11. febrúar til 25. mars. Kennsla og stoðtímar fara fram ýmist á Egilsstöðum eða Reyðarfirði, fer eftir staðsetningu nemenda.
Síðasti skráningardagur: 4. janúar 2023.
Fyrir hverja: Námið getur nýst mörgum, t.d. þeim sem farið hafa í raunfærnimat og vantar almennar bóklegar greinar, þeim sem stefna á stúdentspróf eða undirbúningsdeildir háskóla.
Námþátturinn verður aðeins kenndur ef næg þátttaka næst.
Athugið! Veittur er afsláttur af gjaldi ef nemendi skráir sig í tvo áfanga Menntastoða eða fleiri.
Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir
Hrönn Grímsdóttir