Markmið með náminu er að einstaklingar sem sinna samfélagstúlkun öðlist þá hæfni sem þarf til að sinna skilgreindum viðfangsefnum, samkvæmt hæfnigreiningu starfsins, á árangursríkan hátt og geti þróast í starfi. Gert er ráð fyrir íslensku og a.m.k. einu öðru tungumáli sem vinnutungumálum. Nemendur þurfa því að hafa góða færni í báðum málum og æfingar miðast við túlkun af og á íslensku. Kennsla og verkefnaskil fara fram á íslensku.

Námsgreinar og áherslur:
Samfélagstúlkur miðlar munnlega merkingu á milli aðila sem ekki tala sama tungumál, án þess að taka afstöðu til viðfangsefnisins. Helstu áherslur í náminu eru að undirbúa verkefni og ganga úr skugga um þekkingu á viðfangsefnum, að læra túlkatækni og verklag túlkunar, fjölmenningarfærni, góð samskipti og samvinnu með það að leiðarljósi að undirbúa samfélagstúlka undir starf.

Samfélagstúlkur þarf að:

  • vinna að lausnum
  • hafa skilning á starfsemi fyrirtækja
  • vinna undir álagi og við ólíkar aðstæður
  • eiga í góðum samskiptum við viðskiptavininn
  • búa yfir natni, nákvæmni og þrautseigju/seiglu
  • hafa sjálfsstjórn og sjálfstraust
  • stuðla að góðum samskiptum og samstarfi

Námsmat: Gert er ráð fyrir verkefnavinnu, mætingu í netkennslustundir og mætingaskylda er í staðlotur.

Kennslutímabil: 9. september – 18. nóvember. Útskrift verður laugardaginn 18. nóvember.

Kennslufyrirkomulag: Kennsla fer fram á netinu og í staðlotum á Egilsstöðum/Reyðarfirði.

Staðlota 1
9.-10. september kl. 10:00-16:00.

Staðlota 2
7.-8. október kl. 10:00 – 16:00 og 10:00-14:00.

Netkennsla
Miðvikudaga frá 13. september til 15. nóvember kl. 17:30-20:30.

Verð: 43.000 kr.
Þátttakendum er bent á að sækja um styrk vegna skólagjalda til sinna stéttarfélaga.

Aðeins verður farið af stað með námsleiðina ef lágmarksfjöldi þátttakenda næst.

Frekari upplýsingar


Hrönn Grímsdóttir

470 3833 // [email protected]


Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir

470 3827 // [email protected]