Um námskeiðið: Hver er munurinn á streitu, kulnun og sjúklegri streitu? Til að geta áttað sig á sínum eigin tilfinningum og komið í veg fyrir að maður brenni út er gott að kunna skil á þessum atriðum. Á námskeiðinu fá þátttakendur verkfæri til að greina streitu og þeim kennt að nota rannsakaðar aðferðir til forvarnar og úrlausna á streitu. Greint er hver ábyrgð starfsfólks er og hvernig það getur aukið afköst sín án þess að auka við streituna. Kynnt eru ný hugtök úr streitufræðunum og farið í viðurkenndar aðferðir sem stuðla að streituvörnum sem auka afköst. Einnig er meðal annars farið yfir þessar spurningar:

  • Hvers vegna er streita og kulnun svona algeng í dag?
  • Hver er munurinn á streitu og kulnun?
  • Hvort er streita ástand eða sjúkdómur?
  • Hverjar eru viðvörunarbjöllurnar?
  • Með hvaða hætti næ ég að blómstra í starfi?
  • Hverjir eru mest útsettir fyrir streitunni?
  • Hvernig næ ég að auka úthald mitt?
  • Hvað eru streituvarnir?
  • Hvað hefur breyst? Hvers vegna erum við svona streitt þjóð?

Námsfyrirkomulag: Fjarnám

Fyrir hverja er námskeiðið? Fyrir alla sem sækjast eftir meiri afköstum og enn betra jafnvægi, bæði í einkalífi og starfi.

Námskaflar og tími:

  • Kynning – 1 mínúta.
  • Breyttur vinnumarkaður og einkenni streitu – 8 mínútur.
  • Viðvörunarbjöllur, birtingamynd og áhrif streitu – 7 mínútur.
  • Orkustjórnun – 6 mínútur.
  • Leiðir til lausna – 8 mínútur.
  • Kynning síðari hluta – 1 mínúta.
  • Samfélagslegir streituvaldar – 4 mínútur.
  • Samskiptaþátturinn – 8 mínútur.
  • Komið að kulnun – 8 mínútur.
  • Aftur til starfa – 7 mínútur.

Heildarlengd: 58 mínútur.

Textun í boði: Íslenska og enska.

Verð: 24.000 kr.

Kennari: Helga Hrönn Óladóttir

Hagnýtar upplýsingar

  • Fjarnám á netinu
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af verði námskeiðs.

Námskeið er kennt í samstarfi við Akademias.

Frekari upplýsingar


Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir

470 3827 // [email protected]