Athugið að veturinn 2021-2022 fer ekki fram kennsla í Skrifstofuskólanum. Stefnt er að næst verðið boðið upp á námið frá ágúst 2022 til maí 2023.

Hvað er kennt?

Tölvufærni:

  • Ritvinnsla: Word
  • Töflureiknir: Excel
  • Gerð kynningarefnis: PowerPoint
  • Tölvupóstur

Bókhaldstækni:

  • Bókhald
  • Tölvubókhald
  • Verslunarreikningur

Námstækni og sjálfsefling:

  • Námstækni og ferilmöppugerð
  • Samskipti og þjónusta

Fyrirkomulag

Skrifstofuskólinn hefst haustið 2022 og lýkur vorið 2023. Kennt verður með fjarnámsfyrirkomulagi sem lágmarkar hindrun vegna búsetu og/eða atvinnu. Eitt fag er kennt í einu. Vinnulotur (skyldumæting) og stoðtímar (valfrjáls mæting) verða reglulega.

Ávinningur

Námsleiðin er samþykkt af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og vottuð af Menntamálaráðuneytinu sem hefur samþykkt að meta megi námið til allt að 18 framhaldsskólaeininga.

Verð

60.000 kr. (með fyrirvara um breytingar á verðskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins).
Nemendur eru hvattir til að nýta sér styrki stéttarfélaga til menntunar.

Nánari upplýsingar


Hrönn Grímsdóttir

470 3833 // [email protected]


Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir

470 3827 // [email protected]