Kennt í samvinnu við Fab Lab Austurland/Verkmenntaskóla Austurlands

Námslýsing: Megin áhersla smiðjunnar er að námsmenn öðlist innsýn í stafræna framleiðslutækni og auki áhuga sinn á hönnun og nýsköpun. Með því að kynnast ólíkum framleiðsluferlum frá upphafi til enda og sjá hugmyndir sínar verða að veruleika öðlast námsmenn innsýn í hvað liggur að baki því að búa til hluti og framleiða. Fab Lab nýtir opninn hugbúnað og býr yfir margvíslegum tækjum og aðstöðu til vinnu og þróunar hugmynda, t.d. geislaskera, vínilskurði, þrívíddarprentun, stórum CNC fræsara, mótun og steypun, hönnun og smíði. Notast verður m.a. við forritin Fusion 360 og Inkskape sem eru bæði ókeypis. Áhersla er lögð á að nemendur fái rými til að vinna að eigin sköpun.

Staðsetning: Kennslan fer fram í húsnæði Fab lab Austurland sem er innan Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað.

Þátttaka og mat: Aðeins eru 10 pláss á námsleiðinni. Í forgangi eru þeir sem eru í markhópi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins en það er þeir einstaklingar sem ekki hafa lokið formlegu námi á framhaldsskólastigi (s.s. stúdentspróf og/eða iðnpróf). Ekki verður farið af stað með námsleiðina nema lágmarksþátttöku verði náð. Hægt er að fá námið metið til eininga í framhaldsskólum.

Verð: 36.000 kr. (birt með fyrirvara um breytingar á gjaldskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins).

Kennslutími

Námsleiðin telur 80 klukkustundir með leiðbeinanda og skiptast tímarnir á þennan hátt:

 • Kennsla á þriðjudögum – 33 klst
  Kennt verður á þriðjudögum frá 3. janúar til 11. mars kl. 18:00-21:00.
 • Kennsla á laugardögum – 26 klst
  Laugardagurinn 21. janúar
  Laugardagurinn 11. febrúar
  Laugardagurinn 04. mars
  Laugardagurinn 15. apríl
 • Mæting í opna tíma Fab lab – 21 klst

Gert er ráð fyrir heimavinnu nemenda. Nemendur þurfa að geta unnið verkefni í tölvu heima fyrir.

Frekari upplýsingar


Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir

470 3827 // [email protected]