Langar þig að fara í eigin rekstur? Taktu næsta skref!

Á þessu námskeiði fá nemendur fræðslu á mannamáli, tækifæri til að auka hæfni sína á sviði sölu,- markaðs- og rekstrarmála. Tilvalið fyrir fólk sem er með viðskiptahugmynd og þá sem eru þegar með rekstur en vilja bæta við þekkingu sína.

Markmiðið með náminu er að námsmaðurinn: 

 • Öðlist hæfni í gerð áætlana í tengslum við sölu-, markaðs- og rekstrarmál og fylgi þeim eftir 
 • Hafi góða innsýn í rekstur fyrirtækja 
 • Læri að beita ólíkum aðferðum við söluleit og hvernig hægt er að nálgast viðskiptavininn 
 • Þjálfist í að: 
  • Stýra verkefnum 
  • Undirbúa eigin rekstur 
  • Stofna einkahlutafélag og gera markaðs, rekstrar- og viðskiptaáætlun 
  • Setja upp fjárhags- og kostnaðaráætlun frá grunni 

Viðfangsefni námsins eru: 

 • Markmiðasetning 
 • Áætlanagerð í töflureikni 
 • Almenn markaðsfræði 
 • Verkefnastjórnun 
 • Verslunarreikningur
 • Markaðssetning og samfélagsmiðlar 
 • Frumkvöðlafræði og fyrirtækjasmiðja 

Námsmat 

Verkefnaskil, 80% mætingaskylda og virk þátttaka. 

Kennslufyrirkomulag 

Kenndar verða 4 helgarlotur á Egilsstöðum/Reyðarfirði (fer eftir samsetningu nemendahópsins) 

 • 13.  14.02. 2021 
 • 06. – 07.03 2021 
 • 10. – 11.04 2021 
 • 08. – 09.05 2021 

Þá verður einnig kennt á þriðjudögum frá kl. 17:00 – 21:00 í gegnum vefinn. 

Námið hefst 13.02 og því lýkur 18.05.2021. Það kostar 50.000 kr. Þátttakendur eru hvattir til að skoða rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Fyrir hverja 

Námið er fyrir fólk, 18 ára eða eldra með stutta formlega skólagöngu að baki. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi grunn tölvuþekkingu.

Námið er kennt á íslensku. Áhugasömum sem eru með íslensku sem annað mál er bent á að hafa samband við verkefnastjóra námsleiðarinnar.

Mögulegt er að meta námið um 5 – 7 einingar á framhaldsskólastigi. Námið er kennt eftir viðurkenndri námskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Umsóknir  

Umsóknarfrestur er til 07.02 2021.

Nánari upplýsingar


Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir

470 3827 // [email protected]