Fjallað verður almennt um spítalasýkingar og þær ýmsu leiðir sem farnar eru til að hindra útbreiðslu þeirra. Einnig verður fjallað um sýklalyfjaónæmi og nýjar örveru sem ógna lýðheilsu manna. Kennslan fer fram með fyrirlestrum og verklegum æfingum.

Efnisþættir námskeiðs:

  • Almenn umræða um sýkingavarnir á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum
  • Spítalasýkingar
  • Smitleiðir örvera
  • Grundvallarsmitgát
  • Ónæmar bakteríur
  • Viðbótarsmitgát – einangrun
  • Farsóttir

Hagnýtar upplýsingar

Kennari: Ólöf Másdóttir, hjúkrunarfræðingur Sýklavarnardeild LSH
Hópur: Sjúkraliðar og ófaglærðir
Tímasetning: 1. október kl. 9:00-15:30
Staðsetning: Austurbrú, Egilsstaðir
Verð:
 26.000 kr. fyrir félagsmenn í Sjúkraliðafélagi Íslands og 30.000 kr. fyrir ófaglærða
Síðasti skráningardagur: 21. september 2020