Lærðu að gera umsókn í Tækniþróunarsjóð sem skarar fram úr! 

Á námskeiðinu munum við:

– Skoða fyrirmyndarumsókn og greina í smáeindir!  

– Fá leiðbeiningar sem sýna skref fyrir skref hvernig best er að gera.

– Skoðum uppbyggingu, orðalag, ýmis trix og tækni sem leiðbeinandi byggir á áratuga reynslu. 

– Förum yfir aðferðafræðina á bakvið gerð vandaðrar umsóknar og erfiðu orðin verða tekin sérstaklega fyrir. 

 Næsti skilafrestur fyrir Vöxt/Sprett og Sprota er 15. mars 2021, styrkur allt að 50 m.kr. yfir 2 ár. Sjá hér.

Um er að ræða upptöku á námskeiði sem haldið var 13. ágúst 2019 í Setri skapandi greina við Hlemm og seldist upp á nokkrum klukkutímum.

INNIFALIÐ: 

  • 23 myndbandsbútar á vefsvæði Teachable, umsókn brotin niður eftir spurningum. 
  • Glærur úr fyrirlestri settar undir hvern myndbandsbút til að auka lesanleika. 
  • Hálftíma einkaráðgjöf með leiðbeinanda.
  • Aðgangur að lokuðum hópi á Facebook þar sem þátttakendur geta hjálpast að. 
  • Excelskjöl til niðurhals úr tveimur umsóknum, hjálparskjal Excel úr einni umsókn. 
  • Rafræni hlutinn á PDF formi.
  • Word-hjálparskjöl fyrir rafræna hluta: Stutt lýsing á ÍSL/EN, verkþættir, breyting frá fyrri umsókn.
  • Listi yfir 13 skjöl sem má nota sem viðmið til að gera sín eigin s.s. CV, samningar við auglýsendur, samstarfsaðila og verktaka, kaupréttarsamningur, uppkast að notendaviðmóti og viðhengi fyrir tæknilegt nýnæmi. 

VERÐ: Alls kr. 20.000 

– Athugið að mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af netnámskeiðum. 

– Aðgangur að netnámskeiði gildir fram yfir umsóknarfrest í mars 2021. 

– Svo aftur í 2 mánuði fyrir næstu tvo fresti í september 2021 og febrúar/mars 2022, fyrir þá sem vilja. 

Nánari upplýsingar


Arnfríður Eide Hafþórsdóttir

470 3828 // [email protected]


Eyþór Stefánsson

470 3808 // [email protected]