Staðbundin þekkingaröflun
Austurbrú vinnur árlega að ýmsum rannsókna-, vöktunar-, og greininga- og þróunarverkefnum. Áherslusviðin eru viðfangsefni sem tengjast starfssviðum Austurbrúar og samstarfsaðila hennar. Tilgangurinn er að efla og viðhalda þekkingu á samfélögum og byggðum Austurlands og taka þátt í faglegri umræðu um málefni landshlutans.
Miðlun þekkingar
Niðurstöður verkefna eru nýttar á margvíslegan hátt innan Austurbrúar og utan. Þær eru einnig birtar sem útgefnar skýrslur, lokaðar skýrslur sem birtar eru einungis þeim er málin snerta, niðurstöður birtar á vef, ráðstefnuerindi eða á annan hátt. Oft eru verkefni kynnt sérstaklega, fyrir sveitarfélögum og fyrirtækjum eða á faglegum vettvangi með þátttöku í ráðstefnum, allt eftir því hvað við á hverju sinni.
Helstu verkefni
Rannsóknarverkefni eru af tvennum toga: Annars vegar verkefni sem fyrirtæki og stofnanir kaupa og hins vegar verkefni sem Austurbrú hefur frumkvæði að og við fjármögnum sjálf. Verkefnin eru misjöfn að umfangi og byggja á sérstöðu landshlutans í náttúrufari, atvinnulífi og menningu.
Nánar