Úthlutað er úr sjóðnum árlega til verkefna á sviði menningar annars vegar, þar á meðal stofn- og rekstrarstyrki, og til atvinnu og nýsköpunarverkefna hins vegar. Uppbyggingarsjóður Austurlands er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá markmiðum og áherslum sem fram koma í Sóknaráætlun Austurlands 2020-2024 og þeim reglum og viðmiðum sem þar koma fram. Auglýst er eftir umsóknum sem berast þurfa innan þess tímaramma sem gefinn er hverju sinni. Umsóknir eru metnar af fagráðum sem eru tvö; fagráð menningar og fagráð atvinnu og nýsköpunar.
Úthlutun fór síðast fram 17. desember 2020. Sjá lista yfir styrkþega hér.
Fagráð skila niðurstöðum sínum til úthlutunarnefndar sem tekur ákvörðun um úthlutun.
Austurbrú fer með umsýslu og verkefnastjórn Uppbyggingarsjóðs í umboði Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA). Fagráð og úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs eru skipuð af stjórn SSA.
Gögn
Gagnlegir hlekkir
Úthlutunarnefnd
Stjórn SSA skipar þriggja manna úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs; formann (tilnefndur af SSA) en auk hans sitja í nefndinni formenn fagráða í menningarmálum og atvinnu- og nýsköpunarmálum.
Hlutverk nefndar er að gæta þess að farið sé að markmiðum og leiðum samnings um Sóknaráætlun Austurlands og velja þau verkefni sem styrkt verða á grundvelli faglegs mats.
Úthlutunarnefnd 2020-2021

Formaður
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir

Þorbjörg Sandholt

Unnar Geir Unnarsson
Fagráð
Fagráðin eru tvö, annað á sviði menningar og hitt á sviði atvinnu og nýsköpunar. Fimm fulltrúar sitja í hvoru fagráði og eru þeir skipaðir af stjórn SSA að höfðu samráði við fagaðila á hlutaðeigandi sviðum (s.s. á háskólastigi, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Bandalag íslenskra listamanna). Fagráðin eru skipuð til eins árs og með þeim starfa sérfræðingar Austurbrúar, einn með hvoru ráði. Fagráðin fá allar umsóknir í Uppbyggingarsjóð til umfjöllunar. Þau leggja mat á styrkhæfi verkefna og hve vel þau falla að markmiðum og leiðum samnings um sóknaráætlun og sóknaráætlunar landshlutans.
Fagráð atvinnu- og nýsköpunar 2020-2021

Formaður
Sindri Sigurðarson

Kenneth Svenningsen

Rán Freysdóttir

Dagmar Ýr Stefánsdóttir

Signý Björk Kristjánsdóttir
Fagráð menningar 2020-2021

Formaður
Sunneva Hafsteinsdóttir

Valdimar Másson

Birna Pétursdóttir

Vigdís Klara Aradóttir

Unnar Örn J. Auðarson
Fyrri úthlutanir
Úthlutað er úr sjóðnum árlega til verkefna á sviði menningar, atvinnu og nýsköpunar. Hér getur þú skoðað úthlutanir sjóðsins í gegnum tíðina.