Seigla á Seyðisfirði
Árið 2021 fékk Austurbrú styrk frá Byggðarrannsóknarsjóði til þess að hefja rannsókn á seiglu í kjölfar náttúruhamfara á Seyðisfirði. Rannsóknin ber heitið Seigla í kjölfar náttúruhamfara, fór af stað undir lok árs 2021 og er langt komin. Tekin voru viðtöl við íbúa og viðbragðsaðila, auk þess sem spurningalisti var lagður fyrir íbúa. Vonast er til þess að rannsóknin gefi hugmynd um það hvað það er sem myndar seiglu í samfélagi og virkar verndandi þegar samfélagsáfall eins og náttúruhamfarir verða. Þá er verið að kanna upplifun og líðan íbúa gagnvart atburðum og áhrif þeirra á líf íbúa.
NánarLoftbrú
Byggðastofnun veitti Austurbrú styrk upp á 7 milljónir króna til að rannsaka viðhorf og reynslu íbúa póstnúmera tengdum Loftbrú um notagildi og hlutverk úrræðis úr frá reynslu notendahópsins, s.s. samsetningu hans, tilgang ferða, fjöldi ferða, kosti og annmarka sem og jöfnun aðgengis að þjónustu. Rafræn könnun verður lögð fyrir í upphafi árs 2022.
Samstarfsaðilar verkefnisins eru eftirfarandi: Vegagerðin, Byggðastofnun, Highlands and Islands Enterprise (HIE) í Skotlandi og landshlutasamtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Suðurlandi og Austurland.
Hringrásar- hagkerfið
Austurbrú fékk styrk upp á 5 milljónir króna frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu árið 2021 til að gera greiningu á stöðu sorphirðu á Austurlandi með því markmiði að efla hringrásarhagkerfi innan fjórðungsins. Lagt var upp með að gera skýrslu um stöðu mála og var óskað eftir samstarfi við Múlaþing, Fjarðabyggð og Alcoa Fjarðaál. Þetta verkefni mun leiða af sér heildstæða mynd af stefnum málaflokksins innan fjórðungsins, framkvæmdaáætlun um úrbætur sem og viðhorfskönnun til almennings. Vinna hófst við verkefnið síðla árs 2021.
Brottfluttar konur
Rannsóknin var fyrst gerð árið 2016 og síðan aftur árið 2021. Tilgangur hennar var að kanna ástæður brottflutnings kvenna af Austurlandi með það að markmiði að meta líkur á að þær snúi aftur. Auk þess var reynt að meta hvort tengsl við svæðið hefðu forspárgildi varðandi líkur á að snúa til baka.
Rannsóknarspurningin var Af hverju flytja ungar konur frá Austurlandi? Skipta tengsl við svæðið máli varðandi líkur á að snúa aftur? Spurt var um mat á ýmsum innviðum á þeim stöðum sem flutt var frá, atvinnutækifæri og svo líkurnar á því að flytja til baka. Bakgrunnur og persónubundnir þættir, s.s. aldur, menntun og tengsl við staðinn sem flutt var frá, voru notaðir til frekari greiningar. Niðurstöður rannsóknarinnar verða birtar á árinu 2022.
Farveitur
Austurbrú kláraði rannsóknarverkefnið, Farveitur – könnun meðal Vopnfirðinga á þjónustusókn og möguleikum á farveitum.
Helstu niðurstöður voru þær að almennt sækja Vopnfirðingar þjónustu innan síns svæðis, og á það við allt frá dagvöruverslunum og bensínsstöðvum til heilbrigðisþjónustu. Hvað varðar almenningssamgöngur; strætó, farveitur og deilibíla, sáu flestir fyrir sér að nota strætó og þá sérstaklega á lengri vegalengdum, en flestum fannst sú lausn dýr og hafði aðeins fjórðungur svarenda nýtt sér þjónustuna.
Fólk og farmur
Tilgangur verkefnisins Fólk og farmur er að kortleggja þá aðila á Austurlandi sem sinna fólk- og/eða farmflutningum og kanna möguleikana á að nýta þær föstu ferðir betur, og með því tryggja aðgengi til minni og strjábýlli svæðum á Austurlandi. Samflutningur getur haft miklar hagræðingar með sér í för, s.s. minni kolefnislosun, betri þjónustu við íbúa og gesti Austurlands. Niðurstöður verkefnisins verða birtar á árinu 2022.
Handverk og hönnun
Handverk og hönnun vinnur nú að stefnumótun fyrir stofnunina sem starfað hefur í 15 ár. Austurbrú hefur verið farlið að safna gögnum og vinna að greiningu í þessu endurmati og gerð nýrrar stefnu. Sú vinna er að megninu til tvíþætt; að vinna og senda út spurningalista á hagaðila og gera viðtalskönnun meðal þeirra.