Austurbrú hlýtur styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála
Verkefnið Þetta er samfélagið okkar hjá Austurbrú hlaut nýverið styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála fyrir árið 2025. Styrkinn veitir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og er hann ætlaður verkefnum sem stuðla að inngildingu og virkri þátttöku innflytjenda í íslensku samfélagi. Alls fengu tuttugu verkefni úthlutað að þessu sinni.
NánarOpið kall til listafólks á Austurlandi
BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi, leitar eftir samstarfi við listafólk í landshlutanum til að standa fyrir list- og menningarviðburðum eða vinnustofum fyrir börn og ungmenni á áttundu BRAS-hátíðinni sem fer fram í haust.
Þema og heiti hátíðarinnar í ár er ÞRÆÐIR — hugtak sem opnar á margvíslegar túlkanir og tengingar. Þræðir tengja okkur saman; sem fjölskyldur, samfélag og jarðarbúa. Þeir eru líka efniviður í fjölmarga hluti í daglegu lífi, og „ofnotkun“ þeirra getur haft áhrif á hringrás náttúruefna og lífsgæði.
Á BRAS í ár ætlum við að beina sjónum að því hvaða hlutverki við gegnum í stærra samhengi – hvernig okkar eigin þráður fléttast inn í samfélagið og umhverfið í kringum okkur og hvaða áhrif hann getur haft. Við viljum hvetja listafólk til að skapa með okkur upplifun fyrir börn og ungmenni þar sem hugmyndir um tengsl, ábyrgð og sköpun fá að njóta sín.
NánarLærðu íslensku
Við kennum íslensku á fjórum stöðum á Austurlandi nú í haust og í fjarkennslu.
🇬🇧 Register for an Icelandic language course available in four towns in East Iceland and online this fall.
NánarFréttir
Frá stofnun hefur Austurbrú unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði menningar, markaðssetningar, atvinnuþróunar og fræðslu. Kynntu þér nýjustu tíðindin af starfinu.
Allar fréttirNámskeið
Hjá Austurbrú er boðið er upp á fjölda námskeiða og lengri námsleiða. Kynntu þér úrvalið!
Skoða námskeið