Samfélagsverkefnið Fögur framtíð í Fljótsdal (FFF) byggir á ákveðinni framtíðarsýn sem sett var af íbúum í Fljótsdalshreppi 2019. Á hverju ári er skipulagt samfélagsþing til að móta verkefni komandi árs. Verkefnastjóri FFF er svo aðilum innan handar við að ramma betur inn verkefnin, rýna kostnaðaráætlanir, lesa yfir styrkumsóknir og aðstoða að ýmsu öðru leyti. Verkefnin tengjast fjórum meginmarkmiðum og eru hér nefnd nokkur dæmi um verkefni sem komu til framkvæmda á árinu:

Vorið 2021 gerið Hólaskóli (Háskólinn á Hólum) samning við Austurbrú um að verkefnastjóri FFF tæki að sér leiðsögn verknema í tengslum við viðburðastjórnunarnám skólans. Neminn Sylvía Helgadóttir fékk að kynna sér verkefnadrifna séreignastofnun en jafnframt að koma að verkefnum í tengslum við FFF, bæði að fylgjast með en einnig að sjá alfarið um framkvæmd þeirra. Alls voru þetta 200 stundir á vinnustað og um 130 stundir í verkefnavinnu, frá 18. janúar til 23. apríl 2021.

Verkefnastjóri FFF er jafnframt starfsmaður Samfélagssjóðs Fljótsdals. Á þessu ári auglýst eftir umsóknum í janúar. Alls bárust 30 umsóknir. Heildarkostnaður verkefna var 75 milljónir kr. og sótt um 35 milljónir, til úthlutunar voru 12.800.000 kr. sem fóru til 18 verkefna. Samfélagsþingin leggja línur fyrir áherslur sjóðsins, sem geta því breyst milli ára.

Nánari upplýsingar í ársskýrslu Fagrar framtíðar í Fljótsdals 2021.

Verkefnisstjórn


Ásdís Helga Bjarnadóttir

470 3810 // [email protected]