Dagar myrkurs er sameiginleg byggðahátíð allra íbúa á Austurlandi sem hefur það að markmiði að hvetja til samveru íbúa. Hátíðin hefur sterka tengingu við íslenska og keltneska siði frá fornri tíð. Hátíðin var haldin um allt Austurland frá 31. október til 6. nóvember. Byrjað var fyrr en venjulega þar sem hrekkjavökuna bar upp á mánudag og hefð hefur skapast fyrir því að börnin í fjórðungnum fari í „grikk eða gott“ göngur. Hátíðin hefur verið haldin nánast samfellt frá árinu 2000 og er eitt elsta sameiginlega vörumerki fjórðungsins. Unnið var eftir nýrri aðgerðaáætlun sem samþykkt var vorið 2019.

Verkefnisstjórn


Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir

470 3871 // [email protected]