Ársrit Ársrit
Til baka á aðalsíðu
Ársrit 2022

Þjónusta við innflytendur

Ársrit 2022
  • Inngangur
  • Byggðaþróun og atvinna
  • Fræðsla
  • Rannsóknir og greiningar
  • Um Austurbrú
  • SSA
  • Ársreikningar

Íslenskukennsla

Á árinu 2022 voru haldin 18 námskeið í íslensku fyrir útlendinga í sjö byggðakjörnum á Austurlandi; á Vopnafirði, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði,  Djúpavogi og í Neskaupstað. Níu námskeið voru haldin á 1. þrepi, sex á 2. þrepi, tvö á 3. þrepi og eitt á 4. þrepi. Nemendur voru alls 219 og hefur því fjölgað um 13% milli ára.

Vorið 2022 hóf Austurbrú samstarf við Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar (SÍMEY),  Mími símenntun og Studieskolen í Danmörku, sem hefur getið sér gott orð fyrir frumkvöðlastarf og þróunarvinnu í tungumálanámi í Evrópu. Stefnt er að því að vorið 2023 liggi fyrir samræmt námsyfirlit á þrepi A1 í íslensku fyrir útlendinga. Sameiginleg sýn og stefna í íslenskukennslu styrkir stoðir námsins á landsvísu. Samvinnan styður einnig við þróunarverkefnið „Lís.a“ sem verður app í íslensku- og samfélagskennslu (sjá nánar hér að neðan).

Verkefnisstjórn


Úrsúla Manda Ármannsdóttir

864 4231 // [email protected]

Lís.a

Árið 2021 fór Austurbrú af stað með þróunarverkefni í íslensku fyrir útlendinga sem fékk nafnið „Íslenska fyrir alla“. Verkefnið, sem heitir núna „Lís.a – lærum íslensku“, verður kennslutæki fyrir snjallsíma, ætlað erlendum íbúum sem nema íslensku. Komið  verður  til  móts við  ákall  innflytjenda  og  atvinnulífsins  um  að  kenna  samhliða  grunnatriði íslenskunnar,  atvinnumiðaðan  orðaforða  og  hagnýta  samfélagsfræðslu,  óháð  búsetu  og  vinnutíma nemandans. Til þess verður leitast við að nýta fjölbreyttar og nýstárlegar leiðir til miðlunar. Samræmt námsyfirlit byggt á Evrópska tungumálarammanum sem Austurbú vinnur í samstarfi við Mími, SÍMEY og Studieskolen í Danmörku, verður til grundvallar.

Leitað hefur verið til fremstu fyrirtækja landsins í máltæknilausnum, forritun og smáforritagerð. Verkefnið  hefur nú þegar verið styrkt af Fræðslusjóði atvinnulífsins, Markáætlun tungu og tækni og Sóknaráætlun Austurlands. Áfram verður unnið að fjármögnun en þegar kennslutækið „Lís.a“ verður tilbúið er áætlað að það verði sjálfbært. Fyrsta þrep (A1) verður tilbúið til prófunar og kennslu haustið 2023.  

Landneminn

Síðari hluta árs 2022 þegar ljóst var að á Austurlandi yrði tekið á móti töluverðum fjölda flóttafólks var ákveðið í samstarfi við Vinnumálastofnun að hefja undirbúining að kennslu í Landnemanaum. Landneminn er sérstakt samfélagsfræðslunámsefni og námskeið fyrir flóttafólk og aðra innfletjendur sem Mímir símenntun í Reykjavík hefur unnið fyri Vinnumálastofnun. Starfsmenn Austurbrúar ásamt úkraínskumælandi kennara fengu þjálfun í notkun efnisins og kennslu fyrir flóttamenn. Undirbúningur námskeiðsis fór svo fram í árslok og kennsla hefst í janúar 2023.  

Verkefnisstjórn


Hrönn Grímsdóttir

470 3833 // [email protected]

Austurbrú
Austurbrú ses.
Tjarnarbraut 39e,
700 Egilsstaðir, Ísland

kt. 640512-0160

[email protected]

  • ÍST 85
  • facebook
  • Senda ábendingu
  • Persónuverndarstefna
  • Starfsstöðvar
  • kt. 640512-0160
  • 470 3800
  • [email protected]