Á Austurlandi hefur fjöldi innflytjenda vaxið mikið og verið í kringum 900-1100 síðustu ár. Haustið 2021 voru skráðir 94 nemendur á íslenskunámskeið á vegum Austurbrúar sem er aðeins brot af þeim innflytjendum sem búa í fjórðungnum. Í könnunum sem lagðar voru fyrir innflytjendur kom fram að erfitt væri að finna tíma til að sinna íslenskunámi þar sem margir vinna vaktavinnu og langa vinnudaga og oft væri um langan veg að fara. Til að koma til móts við þessar þarfir lá beinast við að gera gagnvirkt námsefni þar sem nemandi getur sinnt náminu hvar sem er, þegar honum hentar. Markmiðið er að koma til móts við þarfir innflytjenda og atvinnulífið um að kenna samhliða grunnatriði íslenskunnar, atvinnumiðaðan orðaforða og hagnýta samfélagsfræðslu, óháð búsetu og vinnutíma nemandans. Í leiknum fer spilarinn á milli byggðakjarna og staða á Austurlandi þar sem hann leysir verkefni og þrautir sem nýtist honum í daglegu lífi. Búið er kanna tæknilega möguleika, áskoranir og hvaða leiðir henta best til að uppfylla sett markmið. Fjármögnun verkefnis stendur yfir.   

Svipmyndir frá námskeiðum í íslensku

Verkefnisstjórn