Úthlutun fyrir árið 2025
Vinnustofur
Úthlutun fyrir árið 2025
Úthlutun fyrir verkefnaárið 2025 fer fram í desember 2024 en opið er fyrir umsóknir frá 11. september til 31. október.
Hlutverk Uppbyggingarsjóðs er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni sem falla að Sóknaráætlun Austurlands, auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarverkefna. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og miðast styrkveitingar við árið 2025.
Að þessu sinni verður sérstök áhersla lögð á stuðning við nýsköpun í atvinnustarfsemi ungs fólks á aldrinum 20-35 ára.
Vinnustofur
Á umsóknatímanum verða haldnar vinnustofur um allt Austurland þar sem umsækjendur geta fengið kynningu og leiðsögn varðandi umsóknarferlið.
Athugið! Nauðsynlegt er að skrá sig á vinnustofurnar: Skráning
Vinnustofur, haust 2024
30. september | Djúpivogur | Austurbrú, Sambúð | 13:00-15:00
1. október | Stöðvarfjörður | Sköpunarmiðstöð | 13:00-15:00
3. október | Neskaupstaður | Austurbrú, Múlinn | 13:30-15:30
3. október | Reyðarfjörður | Austurbrú, Fróðleiksmolinn | 16:30-18:30
7. október | Borgarfjörður eystri | Fjarðarborg | 13:00-15:00
8. október | Seyðisfjörður | Tækniminjasafn | 13:00-16:00 (á ensku)
9. október | Egilsstaðir | Austurbrú, Vonarland | 13:00-15:00
9. október | Egilsstaðir | Austurbrú, Vonarland | 15:30-17:30
10. október | Vopnafjörður | Kaupvangur | 13:00-15:00
28. október | Vefvinnustofa | Zoom | 10:00-12:00
Hlutverk og tilgangur
Hlutverk og tilgangur Uppbyggingarsjóðs Austurlands er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Austurlandi í samræmi við samning um sóknaráætlun landshlutans. Sjóðurinn tók við af menningar- og vaxtarsamningum Austurlands.
Sóknaráætlun Austurlands 2020-2024Árleg úthlutun
Úthlutað er úr sjóðnum árlega til verkefna á sviði menningar annars vegar, þ.á.m. stofn- og rekstrarstyrki, og til atvinnu og nýsköpunarverkefna hins vegar. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá markmiðum, áherslum, reglum og viðmiðum sem fram koma í Sóknaráætlun Austurlands 2020-2024. Auglýst er eftir umsóknum og þær metnar af fagráðum sem eru tvö; fagráð menningar og fagráð atvinnu og nýsköpunar. Fagráðin skila niðurstöðum sínum til úthlutunarnefndar sem tekur ákvörðun um úthlutun.
Austurbrú fer með umsýslu og verkefnastjórn Uppbyggingarsjóðs í umboði Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) sem skipa fagráð og úthlutunarnefnd. Úthlutun frá árinu 2015 má sjá neðar á síðunni.
Gögn
Úthlutunarnefnd
Stjórn SSA skipar þriggja manna úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs og einn til vara.
Hlutverk nefndar er að gæta þess að farið sé að markmiðum og leiðum samnings um Sóknaráætlun Austurlands og velja þau verkefni sem styrkt verða á grundvelli faglegs mats.
Fagráð
Fagráðin eru tvö, annað á sviði menningar og hitt á sviði atvinnu og nýsköpunar. Fimm fulltrúar sitja í hvoru fagráði og eru þeir skipaðir af stjórn SSA að höfðu samráði við fagaðila á hlutaðeigandi sviðum (s.s. á háskólastigi, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Bandalag íslenskra listamanna). Fagráðin eru skipuð til tveggja ára og með þeim starfa verkefnastjórar sjóðsins hjá Austurbrú. Fagráðin fá allar umsóknir í Uppbyggingarsjóð til umfjöllunar. Þau leggja mat á styrkhæfi verkefna og hve vel þau falla að markmiðum og leiðum samnings um sóknaráætlun og sóknaráætlunar landshlutans.