Hlutverk og tilgangur
Hlutverk og tilgangur Uppbyggingarsjóðs Austurlands er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Austurlandi í samræmi við samning um sóknaráætlun landshlutans. Sjóðurinn tók við af menningar- og vaxtarsamningum Austurlands.
Sóknaráætlun Austurlands 2020-2024Árleg úthlutun
Úthlutað er úr sjóðnum árlega til verkefna á sviði menningar annars vegar, þ.á.m. stofn- og rekstrarstyrki, og til atvinnu og nýsköpunarverkefna hins vegar. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá markmiðum, áherslum, reglum og viðmiðum sem fram koma í Sóknaráætlun Austurlands 2020-2024. Auglýst er eftir umsóknum og þær metnar af fagráðum sem eru tvö; fagráð menningar og fagráð atvinnu og nýsköpunar. Fagráðin skila niðurstöðum sínum til úthlutunarnefndar sem tekur ákvörðun um úthlutun.
Austurbrú fer með umsýslu og verkefnastjórn Uppbyggingarsjóðs í umboði Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) sem skipa fagráð og úthlutunarnefnd. Úthlutun frá árinu 2015 má sjá neðar á síðunni.
Gögn
Úthlutunarnefnd
Stjórn SSA skipar þriggja manna úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs; formann (tilnefndur af SSA) en auk hans sitja í nefndinni formenn fagráða í menningarmálum og atvinnu- og nýsköpunarmálum.
Hlutverk nefndar er að gæta þess að farið sé að markmiðum og leiðum samnings um Sóknaráætlun Austurlands og velja þau verkefni sem styrkt verða á grundvelli faglegs mats.

Textílhönnuður og framkvæmdastjóri Handverks og hönnunar.
Sunneva Hafsteinsdóttir

Verkefna- og þróunarstjóri Síldarvinnslunnar.
Sindri Sigurðsson

Leikari og söngvari. Menningarstjórnsýsla - formaður
Unnar Geir Unnarsson
Fagráð
Fagráðin eru tvö, annað á sviði menningar og hitt á sviði atvinnu og nýsköpunar. Fimm fulltrúar sitja í hvoru fagráði og eru þeir skipaðir af stjórn SSA að höfðu samráði við fagaðila á hlutaðeigandi sviðum (s.s. á háskólastigi, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Bandalag íslenskra listamanna). Fagráðin eru skipuð til eins árs og með þeim starfa sérfræðingar Austurbrúar, einn með hvoru ráði. Fagráðin fá allar umsóknir í Uppbyggingarsjóð til umfjöllunar. Þau leggja mat á styrkhæfi verkefna og hve vel þau falla að markmiðum og leiðum samnings um sóknaráætlun og sóknaráætlunar landshlutans.
Fagráð atvinnu- og nýsköpunar

Framkvæmdastjóri Vök Baths.
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir

Skrifstofustjóri hjá Launafli - formaður
Kenneth Peter B. Svenningsen

Grafískur hönnuður hjá Grafít
Rán Freysdóttir

Fyrrverandi bóndi/sveitastjmaður
Sigríður Bragadóttir

Forstöðumaður Rannsóknarseturs HÍ á Ströndum
Jón Jónsson
Fagráð menningar

Rithöfundur, barnaritlist.
Markús Már Efraím Sigurðsson

Myndlistarkona og menningarstýra
Tinna Guðmundsdóttir

Leikari hjá Leikfélagi Akureyrar og rekur Flugu hugmyndahús - formaður.
Birna Pétursdóttir

Tónlist. Skólastjóri listadeildar Seyðisfjarðaskóla.
Vigdís Klara Aradóttir

Myndlistamaður
Unnar Örn J. Auðarson
Fyrri úthlutanir
Frekari upplýsingar

Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir

Signý Ormarsdóttir