Verkefnin sem heyrðu undir Miðstöð menningarfræða 2021:
Bláa kirkjan, Skaftfell og Tækniminjasafn Austurlands. Megin áherslan og flestir tímar fóru í vinnu fyrir Tækniminjasafn Austurlands sem fór mjög illa í aurflóðunum í desember 2020. Vinnustofur voru haldnar sem undirbúningur fyrir stefnumótun og unnið úr þeim gögnum ásamt annarri vinnu fyrir safnið.
Bláa kirkjan
Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan á Seyðisfirði hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn af helstu menningarviðburðum í tónlistarlífi Austfirðinga. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá tónlistar þar sem færi gefst á að hlýða á marga af áhugaverðustu tónlistarmönnum landsins í frábærum tónleikasal. Sumartónleikaaröðin fór að venju fram á árinu 2021 og haldnir voru fimm tónleikar frá 7. júlí til 4. ágúst. Tónlistarúrvalið var fjölbreytt og boðið var upp á klassík, djass, þjóðlagatónlist og austfirska rokktónlist. Almennt var mæting á tónleikana góð en gæta þurfti að sóttvörnum líkt og tíðkaðist á samskonar viðburðum á síðasta ári. Austurbrú hafði umsjón með skipulagningu tónleikaraðarinnar og mun halda því áfram á árinu 2022.