Pistill yfirverkefnastjóra
„Eitt meginmarkmið Austurbrúar er að stuðla að fjölbreyttum menntunarmöguleikum fullorðins fólks á Austurlandi og vera samstarfsvettvangur fyrir aðila er vinna að verkefnum á sviði menntunar fullorðinna.“
Lesa pistilHáskólaþjónusta
Háskólanemum stendur til boða ýmis konar þjónusta hjá Austurbrú. Aðstaða er í húsakynum Austurbrúar til að stunda nám, taka próf og fá ýmsa tengda aðstoð, m.a. sækja námskeið sérsniðin að þörfum nemenda. Austurbrú á í formlegu samstarfi við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri þar sem nemendur á Reyðarfirði stunda nám, annars vegar í háskólagrunni og hins vegar í tölvunarfræði.
NánarLengri námsleiðir
Fjölbreyttar námsleiðir eru í boði hjá Austurbrú í samstarfi við ýmsa aðila. Sem dæmi má nefna nám í stóriðju sem unnið er í samstarfi við Alcoa Fjarðaál, námsleiðina Líf og heilsu þar sem fjallað er um heilbrigði á heildrænan hátt, notkun á hugrænni atferlismeðferð í daglegu lífi, myndlistarsmiðju í samstarfi við Starfsendurhæfingu Austurlands og námsleið sem er ætlað að auðvelda fólki af erlendum uppruna aðlögun að íslenskum vinnumarkaði og samfélagi.
NánarStutt námskeið
Austurbrú sér um og skipuleggur námskeið, bæði fyrir almenning og fyrirtæki og stofnanir. Á árinu voru haldin ýmis námskeið með fjölbreyttum viðfangsefnum. Sem dæmi má nefna starfslokanámskeið, frumkvöðlafræði, tölvunámskeið, námskeið um prófkvíða, hugarfar og streitustjórnun fyrir háskólanema og grunn- og endurmenntunarnámskeið í skyndihjálp og björgun.
Fullorðinsfræðsla fatlaðra
Austurbrú hefur umsjón með námskeiðum fyrir fullorðið fólk með fötlun á Austurlandi. Haldin voru tíu námskeið á árinu og voru þau af fjölbreyttum toga, til gagns og gamans.
NánarÞjónusta við innflytendur
Austurbrú sinnir fræðslu fyrir innflytjendur á Austurlandi. Fyrirferðarmesti þáttur fræðslunnar er íslenskukennsla en 18 námskeið í íslensku fyrir útlendinga voru haldin á árinu í sjö byggðarkjörnum. Vegna komu úkraínsks flóttafólks undirbjó Austurbrú, í samstarfi við Vinnumálastofnun, kennslu í sérstakri samfélagsfræðslu sem kallast Landneminn síðla árs en kennsla hófst á nýju ári. Að auki hefur verið unnið að verkefninu Lís.a þar sem verið er að hanna smáforrit fyrir snjallsíma, ætlað erlendum íbúum sem nema íslensku.
NánarFræðsla fyrir fyrirtæki og stofnanir
Hjá Austurbrú starfa sérfræðingar í skipulagningu fræðslu starfsfólks sem veita stofnunum og fyrirtækjum ráðgjöf um símenntun starfsfólkls og vinnur með þeim að ýmsum menntaverkefnum, t.d. gert fræðsluáætlana, ráðgjöf um nám og starfsþróun og hefur milligöngu um raunfærnimat fyrir starfsfólk.
NánarNáms- og starfsráðgjöf
Náms- og starfsráðgjöf er mjög mikilvæg þjónusta fyrir einstaklinga á öllum aldri. Hjá Austurbrú eru tveir menntaðir náms- og starfsráðgjafar en fleiri starfsmenn hafa boðið upp á ráðgjöf s.s. til háskólanema, atvinnuráðgjöf og fleira. Námsráðgjafar sinna m.a. þeim sem leita til þeirra að eigin frumkvæði og eftir kynningu á vinnustöðum, einstaklingum sem vísað er til þeirra úr öðrum úrræðum og fólki af erlendum uppruna sem þurfa aðstoð við að átta sig á íslenska kerfinu bæði í mennta- og starfsumhverfi.
NánarRaunfærnimat
Eitt af viðameiri verkefnum náms- og starfsráðgjafa hjá Austurbrú er að sinna raunfærnimati. Markmið með raunfærnimati er að meta óformlegt nám til eininga og staðfesta hæfni einstaklinga. Íbúum Austurlands býðst að taka raunfærnimat í heimabyggð.
NánarSamstarfs- og þrónarverkefni
Austurbrú vinnur að fjölbreyttum samstarfs- og þróunarverkefnum. Á árinu var m.a. boðið upp á námskeið sem geta nýst atvinnuleitendum og fólki í starfsendurhæfingu, endurmenntun hreindýraleiðsögumanna og tæknilæsi fyrir aldurshópinn 60 ára og eldri. Fjórir starfsmenn Austurbrúar fóru auk þess í náms- og kynnisferð til Svíþjóðar.
Nánar