Lengri námsleiðirnar sem Austurbrú kennir eru kenndar eftir vottuðum námskrám frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FRÆ) og eru fjármagnaðar með framlagi frá Fræðslusjóði. Markhópur fræðslunnar eru einstaklingar sem eru 18 ára og eldri og hafa ekki útskrifast úr framhaldsskóla (ss stúdentspróf eða iðnréttindi). Í flestum tilfellum er heimilt að meta nám á námsleið til eininga í framhaldsskóla.  Kennsluhættir og skipulag náms miðast við að mæta þörfum fullorðinna. Að stunda nám í þessum lengri námsleiðum getur því verið góð leið fyrir þá sem vilja koma sér af stað í frekara nám og fyrir þá sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum eða efla sig persónulega. 

Verkefnisstjórn


Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir

470 3827 // [email protected]


Hrönn Grímsdóttir

470 3833 // [email protected]