Á tímum heimsfaraldurs breyttist starfs- og námsumhverfi margra í takt við öra tækniþróun og til varð þörf fyrir betri tækifæri til fjarvinnu- og náms. Við lærðum að ýmsum störfum er hægt að sinna nánast hvar og/eða hvenær sem er. Vorið 2021 fékk Austurbrú styrk, frá Byggðastofnun, til að kortleggja leigurými sem henta undir störf án staðsetningar í jaðarbyggðum Austurlands. Á árinu 2022 var unnið að því að safna saman upplýsingum um rými sem henta undir slíka samstarfi og var gott samstarf við sveitarfélögin á Austurlandi. Nú er því hægt að leigja fjölbreytta starfsaðstöðu í lengri eða skemmri tíma. Hægt er að leita eftir hentugu rými, t.d. eftir byggðakjörnum, tegund húsnæðis o.s.frv. Vefurinn verður á íslensku og ensku og mögulega þýddur á fleiri tungumál á síðari stigum.
Það er stækkandi hópur sem nýtir sér sveigjanleika í vinnunni og með þessum nýju leigurýmum hafa skapast tækifæri fyrir áhugasama að prófa að vinna og búa á Austurlandi þar sem lífsgæðin eru mikil, kyrrðin, náttúran og mannlífið óumdeild og ævintýrin bíða við hvert fótmál.
Á fyrstu mánuðum þessa árs verður farið í kynningarátak þar sem Austurland verður kynnt sem ákjósanlegur staður til að vinna á og vefurinn áfram þróaður og ýmsum fleiri upplýsingum bætt inná hann.
Skoða rými