Starfsánægjukannanir eru gerðar reglulega fyrir fyrirtæki og stofnanir og var t.a.m. unnin mikil vinna með Samherja á árinu þar sem einnig var óskað eftir eftirfylgd og úrvinnslu frá Austurbrú. Stefnt er að því að bjóða markvisst upp á starfsánægjukannanir með nokkrum útfærslum fyrir fyrirtæki og stofnanir s.s. með starfsmannapúlsum og hefðbundnum könnunum. Þjónustukannanir eru ýmiskonar og geta falið í sér mat á þjónustu innan og utan þeirra fyrirtækja og aðila sem leita til Austurbrúar.
Verkefnin eru misumfangsmikil og misflókin í útfærslu en sem dæmi um verkefni ársins 2022 voru:
- Þjónustukönnun fyrir Lostæti.
- Þjónustukönnun og stefnumótun fyrir Handverk og hönnun.
- Árleg þjónustukönnun fyrir íþróttafélagið Hött sem verður gerð næstu fjögur ár.
- Könnun fyrir sveitarfélagið Múlaþing um húsnæðisþörf.
Eins hefur teymið séð um greiningarvinnu fyrir aðra málaflokka innan Austurbrúar fyrir verkefni eins og Brothættar byggðir, Áfangastaðinn, Mannamót, fyrirtækjakönnun landshlutanna, Fagra framtíð í Fljótsdal og fleira.