Málaflokkar

Austurbrú starfar í fimm málaflokkum; byggðaþróun og atvinnumálum, fræðslumálum, rannsóknum og greiningu, málefnum SSA og innri rekstri eða innri málefnum stofnunarinnar. Þar undir er almennur rekstur Austurbrúar; fjármál og sjóðsstreymi, rekstur eigna og búnaðar, kerfisumsjón og tæknimál, sameiginleg kynningarmál stofnunarinnar og mannauðsmál.  

Málaflokkarnir eru misumfangsmiklir en fjölbreyttustu verkefnin eru á sviði byggðaþróunar og atvinnumála og þar eru 10 starfsmenn sem koma að markaðsmálum, atvinnuþróun, verkefnum tengdum jaðarbyggðum, menningu og sérstökum verkefnum eins og kortlagningu aðstöðu fyrir óstaðbundin störf eða svæðisáætlun um úrgang. Í fræðslumálum starfa fjórir starfsmenn; þeir sinna náms- og starfsráðgjöf, raunfærnimati, greiningu fræðsluþarfa fyrir fyrirtæki og stofnanir, utanumhald með fræðsluúrræðum og stökum námskeiðum auk þess sem prófahald fyrir háskólanema er töluverður þáttur í starfseminni. Að auki eru öll málefni íslensku fyrir útlendinga á Austurlandi hýst hjá fræðsluteyminu og þar undir er kennsla í íslensku, umsjón með prófum um ríkisborgara og búseturétt og svo er stórt verkefni í vinnslu sem hlaut 20 millj styrk úr Máltæknisjóði. Verkefnið kallast LISA og snýst um að gera app til að kenna einstaklingum með annað mál íslensku samkvæmt evrópska tungumálarammanum. Í málaflokki rannsókna og greininga starfa fimm starfsmenn að jafnaði og sinna fjölbreyttum rannsóknum og reikningum, styrktum verkefum og útseldri þjónustu. Starfsmenn í stoðþjónustu sem sinna verkefnum SSA og innri málum eru þrír og sinna þeir kynningarmálum og fjármálum auk þess sem 4 skipa stjórnendateymi Austurbrúar; þrír yfirverkefnastjórar og framkvæmdastjóri. 

Starfsáætlun 

Austurbrú hefur undanfarin ár sett sér starfsáætlun til að ná utan um markmið verkefna stofnunarinnar. Verklagið hefur þróast mjög og nú er gefin út starfsáætlun þar sem dregin eru saman markmið og áherslur málaflokkanna en á bakvið þá áætlun liggur innri starfsáætlun sem tekur til alla markmiða verkefna með áherslu á mælanleika þeirra. Þannig verður vinna teyma málaflokkanna og innan málaflokkanna skilvirkari og auðveldar stjórnendum og starfsmönnum að fylgjast með framgangi. 

Verkefnastjórn


Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir

857 0801 // [email protected]