Uppbygging menningar og lista á Austurlandi
Sóknaráætlun Austurlands hefur stutt við uppbyggingu menningar síðustu ár og er það mikilvægur þáttur í uppbyggingu og styrkingu landshlutans. Verkefnin eru unnin í gegnum Austurbrú og starfsmenn sinna mismunandi verkefnum hverju sinni.
NánarMiðstöð menningarfræða á Seyðisfirði
Samningur er um uppbyggingu Miðstöðvar menningarfræða á Seyðisfirði á milli SSA og Múlaþings. Austurbrú sér um samninginn fyrir hönd SSA og er viðauki við samninginn unnin árlega með þeim áherslum sem ákveðið er í samráði við viðkomandi stofnanir á Seyðisfirði. Markmið verkefnisins er að eflinga menningu og menningartengt atvinnulíf á Seyðisfirði í samræmi við samning milli ríkis og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Þær stofnanir sem koma að samningnum eru ólíkar en hafa allar með höndum ólík verkefni á sviði menningar. Stofnanirnar eru Skaftfell, Tækniminjasafn Austurlands og Bláa kirkjan. Í byrjun hvers árs gengur Múlaþing og Austurbrú frá samningi að höfðu samráði við viðkomandi stofnanir um skiptingu fjármagns og áherslur hvers árs.
Nánar um Bláu kirkjunaDagar myrkurs
Dagar myrkurs er sameiginleg byggðahátíð allra íbúa á Austurlandi sem hefur það að markmiði að hvetja til samveru íbúa. Hátíðin hefur sterka tengingu við íslenska og keltneska siði frá fornri tíð. Hátíðin var haldin um allt Austurland frá 31. október til 5. nóvember og tókst mjög vel. Fjölmargir viðburðir voru í boði í flestum byggðakjörnum, t.d. ljósmyndasýningar, hrekkjavökupartý, vasaljósa- og hryllingsgöngur, grikk eða gott, draugahús, töfratré, draugabíó og tilboð í verslunum. Tveir byggðakjarnar skáru sig úr með því að gefa út heildstæða dagskrá fyrir hátíðina, en það voru Djúpivogur og Vopnafjörður. Eins og undanfarin ár var haldin ljósmyndasamkeppni.
Vinna við nýja aðgerðaáætlun fyrir Daga myrkurs er hafin. Leitað var til íbúa fjórðungsins og þeir beðnir að svara könnun þar sem spurt var um hátíðina, framkvæmd hennar og ýmislegt fleira. Verið er að vinna úr könnuninni og verða niðurstöður hennar nýttar við gerð nýrrar áætlunar sem taka mun gildi í haust.
BRAS
BRAS – Menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi var haldin í sjötta sinn haustið 2023. Þema hátíðarinnar þetta árið var hringurinn, nafn hennar var: „Hringavitleysa“ og einkunnarorðin þau sömu og áður: Þora! Vera! Gera! Sérstök áhersla var lögð á að bjóða austfirsku listafólki að taka þátt með framboði á fjölbreyttum listviðburðum um allan fjórðunginn.
Markmið BRAS eru að tryggja aðgengi og þátttöku barna og ungmenna á Austurlandi að list- og menningarviðburðum í heimabyggð og er það gert með samstarfi og samvinnu fjölmargra aðila. Þar gegna menningarmiðstöðvarnar þrjár, skólarnir og sveitarfélögin lykilhlutverki auk þess sem ýmsar stofnanir á svæðinu leggja lóð á vogarskálarnar.
Nánar