Austurbrú er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var 8. maí 2012, vinnur að hagsmunamálum íbúa á Austurlandi og veitir samræmda og þverfaglega þjónustu tengda atvinnulífi, menntun og menningu. Stofnunin stuðlar að og ýtir undir þróun samfélags, atvinnulífs, háskólanáms, símenntunar, rannsókna og menningarstarfs á Austurlandi. Austurbrú er fyrsta stofnun sinnar tegundar á Íslandi. Markmiðið með henni er að einfalda stjórnsýslu, vera vettvangur fyrir samstarf og samþættingu og vinna metnaðarfullt starf, íbúum Austurlands til hagsbóta.
Vinnustaðurinn
Hjá Austurbrú starfa að jafnaði um 28 manns (í 24,4 stöðugildum) á 7 starfsstöðvum um allt Austurland.
Unnið var að fjölmörgum verkefnum á árinu sem kynnt eru í þessu ársriti þó svo að ekki sé um tæmandi upptalningu þar að ræða. Ný verkefni bættust við og öðrum var lokið.
Fundir
Ársfundur Austurbrúar var haldinn í Egilsbúð í Neskaupstað þann 23. júní og í framhaldi af honum var haldið málþing þar sem umfjöllunarefnið var málefni fólks af erlendum uppruna. Stjórn Austurbrúar hélt tólf fundi á árinu.
Gögn:
Kynningar- og upplýsingamál
Eitt hlutverka Austurbrúar er að fræða og upplýsa. Árið litaðist að einhverju leyti af þeim skorðum sem Covid-19 setti starfseminni.
Á árinu hleypti Austurbrú af stokkunum hlaðvarpi sem bar heitið Austurland hlaðvarp með það að markmiði að miðla upplýsingum um starf stofnunarinnar í því ástandi sem geisaði í heimsfaraldrinum. Auk þess stóð Austurbrú fyrir röð morgunfunda með ferðaþjónstuaðilum sem stóðu frammi fyrir miklum áskorunum á árinu. Nýr vefur Austurbrúar leit dagsins ljós í október en sá gamli var orðinn barn síns tíma.
NánarStarfað í heimsfaraldri
Eins og áður segir hafði Covid-19 áhrif á starf Austurbrúar líkt og flestra annarra fyrirtækja og stofnana. Auk hlaðvarps og fundaraðar aðstoðaði hún við nýtingu þeirra úrræða sem stjórnvöld innleiddu vegna faraldursins.
Nemendur fundu vel fyrir breyttu landslagi þar sem þeir máttu ekki lengur sækja kennslustundir eða koma í húsakynni Austurbrúar til að læra. Um tíma fór því nám að öllu leyti fram heima hjá nemendum og skólar og aðrar fræðslustofnanir urðu að aðlaga sig fljótt. Hluta námskeiða varð að fresta en mörg var hægt að færa yfir í fjarkennslu.
Gæðamál og vottanir
Hjá Austurbrú er áhersla lögð á gæði í allri starfsemi stofnunarinnar og starfar gæðanefnd innan hennar. Gæðastefna Austurbrúar byggir á hlutverki, gildum og meginmarkmiðum stofnunarinnar.
Stöðugt er unnið að umbótum ferla og uppfærslu innri kerfa og á árinu hófst innleiðingarferli CRM-kerfis (Customer Relationship Management) sem heldur utan um samskipti við tengiliði. Á árinu hlaut Austurbrú einnig tvær vottanir; jafnlaunavottun og gæðavottun samkvæmt staðlinum EQM+. Með þeirri fyrri skuldbatt Austurbrú sig til að innleiða vottað jafnlaunakerfi, skjalfesta og viðhalda, til að tryggja að enginn ómálefnalegur launamunur sé hjá stofnuninni. Seinni vottunina fékk Austurbrú fyrst frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins árið 2013. Þó formlega eigi vottun EQM+ við um verkefni í framhaldsfræðslu og jafnlaunavottun við launasetningu og starfskjör, er markmið Austurbrúar að gæðahugsun nái til allrar starfseminnar.
NánarPersónuvernd
Stjórn og nefndir
Stjórn
Af vettvangi sveitarstjórnarmála:
Einar Már Sigurðarson, formaður
Pálína Margeirsdóttir
Gauti Jóhannesson
Hildur Þórisdóttir
Sigríður Bragadóttir
Jóhann F. Þórhallsson, áheyrnarfulltrúi
Af vettvangi atvinnulífs, menntunar og menningar:
Þráinn Lárusson
Sæunn Stefánsdóttir
Starfsháttanefnd
Gunnþórunn Ingólfsdóttir
Skúli Björn Gunnarsson
Jón Björn Hákonarson
Fagráð
Þráinn Lárusson, formaður
Sæunn Stefánsdóttir, varaformaður
Sindri Karl Sigurðsson
Hlín Pétursdóttir Behrens
Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir
Siðanefnd
Gunnlaugur Sverrisson
Ólöf Margrét Snorradóttir
Aðalheiður Árnadóttir
Kosið er í stjórn og nefndir á ársfundi. Upplýsingarnar hér að ofan miðast við árslok 2020.