Ferðaleiðir
Árinu 2020 var unnið að verkefni sem kallast Ferðaleiðir í samvinnu við sveitarfélögin. Hugmyndin var sú að þróa fimm leiðir um ákveðin svæði á Austurlandi til að sýna skýrt hversu mikið framboð er á afþreyingu á svæðinu. Leiðirnar voru birtar sumarið 2021.
Ferðaleiðir á Austurland.isMyndabanki
Ljósmyndarinn Jessica Auer er búsett á Seyðisfirði hluta ársins og rekur ljósmyndastúdíóið Ströndin ásamt Zuhaitz Akizu var fengin til að taka myndir um allan landshlutann í sumar. Helstu áherslur voru á atvinnulíf, mannlíf, menning og landslag. Tökurnar voru unnar í samvinnu við sveitarfélög á Austurlandi og verða myndirnar nýttar af Austurbrú, sveitarfélögum á Austurlandi og samstarfsaðilum Austurbrúar við kynningu landshlutans og þannig ná ákveðinni áferð og sameiginlegum tóni fyrir Austurland til áhugasamra ferðalanga.
Útgáfa
Árlega er unnið að útgáfu tímaritsins Think outside the circle* og er það nýtt sem markaðsefni til ferðaskrifstofa og áhugasamra flugfélaga. Nýtt tölublað kom út í febrúar og markmiðið að venju að miðla sögum af Austurlandi, lífi og starfi íbúa og upplifun ferðamanna.
Útgáfa á Austurlandskortinu var frestað sökum þess að nóg var til af prentuðum kortum frá fyrra ári en farið var í prentun á afrifukorti þar sem dregnir voru fram helstu áfangastaðir Austurlands sérstaklega hugsaðir fyrir íslenska markhópinn. Kortið var sett upp þannig að hægt var að haka í þá áfangastaði sem fólk heimsótti sem einskonar „bucketlist“ og byggði á dagleiðakortinu sem hefur verið bakhlið Austurlandskortsins. Á bakhlið kortsins var að finna lista yfir menningarviðburðina okkar.
Think outside the circle* - Árg. 2020Auglýsingar
Keyptar voru prentauglýsingar í miðlum á landsvísu þar sem áherslan var á helstu áfangastaðina á Austurlandi auk þess sem keyptar voru útvarpsauglýsingar á miðlum RÚV og Vísis. Keyptar voru auglýsingar í miðlum á Austurlandi þar sem heimamenn voru hvattir til að versla í heimabyggð. Þá var keyptur kálfur í Austurglugganum í byrjun sumars með dagleiðakortinu þar sem heimamenn voru hvattir til ferðalaga innan landshlutans.
Samfélagsmiðlar og vefir
Unnið var áfram með markaðssetningu á samfélagsmiðlum og áframhaldandi þróun, skipulag samstarfs við áhrifavalda og ljósmyndara. Þá var unnið að stefnu varðandi fjölbreyttara efni á samfélagsmiðla og farið í sérstakt verkefni með Íslandsstofu þess efnis. Það verkefni snéri að samstarfi við ljósmyndarann og áhrifavaldinn Þráinn Kolbeinsson en hann er með um 40.000 fylgjendur og er virtur á samfélagsmiðlum fyrir vandað efni og skemmtilegan frásagnarstíl.
Vefirnir austurland.is og east.is
Unnið var að undirbúningi á endurskipulagningu á austurland.is og east.is á árinu en nýr east.is vefur fór í loftið vorið 2021 og hlutverk þeirra skilgreind upp á nýtt en unnið er að því að Austurland.is verði upplýsingavefur íbúa Austurlands og tilvonandi íbúa á meðan east.is er hugsaður jafnt fyrir innlenda og erlenda ferðamenn.
Sýningar og vinnustofur
Austurbrú gerði sitt allra besta til að komast á ferðasýningar á árinu 2020 en það reyndist þrautinni þyngra. Verkefnastjóri var skráður á ITB Berlín sem tímasett var í mars en tveimur dögum fyrir brottför var ferðasýningin slegin af sökum COVID. Flestum ferðasýningum var frestað eða færðar í rafrænt horf og sótti Austurbrú því þær sýningar sem voru í boði rafrænt þ.m.t. Vestnorden.
Móttaka blaðamanna
Óhætt er að segja að margar ferðir erlendra blaðamanna og móttaka áhrifavalda hafið frestast eða tekið breytingum á árinu en þó kom það skemmtilega á óvart hvaða ferðir voru þó á árinu og gefur von um að hvað getur orðið þegar við sjáum fyrir endann á heimsfaraldrinum og takmörkunum á landamærum.
Thomas Junker
Í byrjun ágústmánaðar kom blaða- og kvikmyndatökumaður frá Þýskalandi til Austurlands og dvaldi í heila viku. Thomas Junker er virtur ljósmyndari og kvikmyndargerðarmaður sem var hér við tökur á heimildarmynd um eyjar í Evrópu, þar á meðal Ísland, með fókus á fólkið sem gerir Ísland svo aðlaðandi. Horft er til menningar, lista og handverks.
Afraksturinn var glæsilegur þáttur sem sýndur var um miðjan nóvember. Þáttinn í heild sinni má sjá hér.
Frankfurter Allgemeine Sonntagszeitung
Alva Gehrmann, rithöfundur og lausamaður kom og var að skrifa ferðasögu fyrir Frankfurter Allgemeine Sonntagszeitung sem kemur út í haust. Frankfurter Allgemeine Sonntagszeitung er gefið út í yfir 230 þúsund eintaka og nær til yfir 890 þúsund lesenda. Ferðin var á vegum blaðamannaskrifstofu Íslandsstofu í Þýskalandi.
Etheria og Aki Zaragoza
Ferðin var á vegum Íslandsstofu í samstarfi við Hey Iceland og Icelandair og voru á ferð 3 blaðakonur sem skrifa fyrir blöð á Spáni. Meðal miðlana er Etheria tímaritið sem er stafrænn fjölmiðill á Spáni, sem sérhæfðir sig í því að skrifa fyrir konur sem ferðast einar og hefur yfir 13 milljónir lesenda. Einnig var með í för aðstoðaritstjóri tímaritsins Aki Zaragoza sem gefið er út til yfir 60 þúsund lesenda.
SparAustur
Á undanförum árum hefur aukin áhersla verið á stafræna þróun í upplýsingamiðlun og á árinu festi Austurbrú kaup á appinu SparAustur. Auðun Bragi Kjartansson, frumkvöðul og höfundur hugverksins, ráðinn tímabundið til starfa hjá Austurbrú og þróa appið áfram. Á árinu var var unnið að innleiðingu þess og uppfærslu og á árinu 2021 appið nýtt nafn og kallast nú Austurland