Gæðastefna
Gæðastefna Austurbrúar byggir á hlutverki, gildum og meginmarkmiðum Austurbrúar og endurspeglast í eftirfarandi markmiðum:
- Vera öflug og traust stofnun sem vinnur að hagsmunamálum íbúa, stofnana og sveitarfélaga á Austurlandi.
- Veita góða, samræmda þverfaglega þjónustu tengda atvinnulífi, menntun og menningu.
- Gæta að hagkvæmni í starfseminni án þess að það komi niður á gæðum verkefnanna sem Austurbrú hefur skuldbundið sig til að sinna.
- Beita viðurkenndum aðferðum við framkvæmd verkefna og vinna stöðugt að endurbótum á öllum þáttum starfseminnar.
- Veita starfsmönnum gott vinnuumhverfi og hvatningu í starfi.
- Fylgja lögum og reglugerðum sem lúta að starfssviðum stofnunarinnar.
- Vinna samkvæmt samningum sem stofnunin er aðili að.
- Halda utan um gögn samkvæmt viðurkenndum skjalavistunarfræðum.
- Halda utan um gæða- og verkferla samkvæmt viðkenndum gæðaferlum.
- Hafa gildi Austurbrúar – framsækni, fagmennsku og samvinnu – að leiðarljósi.
Jafnlaunavottun
Austurbrú fékk jafnlaunavottun á árinu 2020 samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012. Stefna Austurbrúar er að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar hjá stofnuninni. Því var lagt í vinnu við að yfirfara, skerpa á og skjalfesta verklag og umgjörð varðandi launasetningu og önnur starfskjör til að undirbúa og stilla upp jafnlaunkerfi og fá það vottað samkvæmt jafnlaunastaðlinum. Jafnlaunavottunin fékkst svo í júlí 2020 eftir úttekt hjá vottunarstofunni Versa vottun. Með því skuldbatt stofnunin sig til að innleiða vottað jafnlaunakerfi, skjalfesta það og viðhalda því.
Gæðavottun EQM+
Austurbrú fékk gæðavottun samkvæmt EQM+ staðli í maí 2019. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur umsjón með vottunarferlinu í samstarfi við vottunaraðila frá Vaxandi ráðgjöf ehf. Lög um framhaldsfræðslu kveða á um að viðurkenndir fræðsluaðilar vinni samkvæmt gæðakerfi með áherslu á nám fullorðinna. EQM-vottun á gæðum fræðslustarfs Austurbrúar fékkst fyrst í byrjun árs 2013 en 2019 bættist við gæðavottun raunfærnimats og náms- og starfsráðgjafar. Gæðastjórnun felst fyrst og fremst í skynsamlegum og öguðum vinnubrögðum sem miða að því að ná betri árangri og koma í veg fyrir mistök. Viðmið og leiðbeiningar eru til þess ætlaðar að tryggja gæði og eru í raun tæki til að skapa sameiginlegan skilning á því hvernig best verður komið til móts við væntingar viðskiptavinarins. Á árinu 2020 voru m.a. öll skjöl EQM+ kerfisins yfirfarin, þar með talið sjálfsmatslistar. Sett voru gæðamarkmið og farið yfir niðurstöður námskeiðsmats.
Hjá Austurbrú er áhersla lögð á gæði í allri starfsemi stofnunarinnar og starfar gæðanefnd innan stofnunarinnar. Þótt formega séð eigi EQM+ vottunin eingöngu við verkefni framhaldsfræðslu og jafnlaunavottunin við launasetningu og starfskjör er markmiðið að gæðahugsun nái um alla starfsemina. Hlutverk gæðanefndar eru m.a. að fara árlega í gegnum sjálfsmatslista EQM+, gera úrbætur þar sem þörf er á, skilgreina gæðavísa og gæðamarkmið fyrir allt fræðslustarfið, bregðast við ábendingum og kvörtunum sem berast og fara í gegnum námskeiðsmat sem nemendur fylla út að loknum námskeiðum. Gæðanefnd fer einnig reglulega yfir öll skjöl teng EQM+ og jafnlaunavottun og önnur skjöl í starfsmannahandbók og sér til þess að þau séu uppfærð eftir þörfum og auðkennd á viðeigandi hátt.