Vefirnir austurland.is og east.is

Unnið var að undirbúningi á endurskipulagningu á austurland.is og east.is á árinu en nýr east.is vefur fór í loftið vorið 2021 og hlutverk þeirra skilgreind upp á nýtt en unnið er að því að Austurland.is verði upplýsingavefur íbúa Austurlands og tilvonandi íbúa á meðan east.is er hugsaður jafnt fyrir innlenda og erlenda ferðamenn.

Thomas Junker

Í byrjun ágústmánaðar kom blaða- og kvikmyndatökumaður frá Þýskalandi til Austurlands og dvaldi í heila viku. Thomas Junker er virtur ljósmyndari og kvikmyndargerðarmaður sem var hér við tökur á heimildarmynd um eyjar í Evrópu, þar á meðal Ísland, með fókus á fólkið sem gerir Ísland svo aðlaðandi. Horft er til menningar, lista og handverks.

Afraksturinn var glæsilegur þáttur sem sýndur var um miðjan nóvember. Þáttinn í heild sinni má sjá hér.

Frankfurter Allgemeine Sonntagszeitung

Alva Gehrmann, rithöfundur og lausamaður kom og var að skrifa ferðasögu fyrir Frankfurter Allgemeine Sonntagszeitung sem kemur út í haust. Frankfurter Allgemeine Sonntagszeitung er gefið út í yfir 230 þúsund eintaka og nær til yfir 890 þúsund lesenda. Ferðin var á vegum blaðamannaskrifstofu Íslandsstofu í Þýskalandi.

Etheria og Aki Zaragoza

Ferðin var á vegum Íslandsstofu í samstarfi við Hey Iceland og Icelandair og voru á ferð 3 blaðakonur sem skrifa fyrir blöð á Spáni. Meðal miðlana er Etheria tímaritið sem er stafrænn fjölmiðill á Spáni, sem sérhæfðir sig í því að skrifa fyrir konur sem ferðast einar og hefur yfir 13 milljónir lesenda. Einnig var með í för aðstoðaritstjóri tímaritsins Aki Zaragoza sem gefið er út til yfir 60 þúsund lesenda.

Verkefnisstjórn


Alda Marín Kristinsdóttir

[email protected]


Ingvi Örn Þorsteinsson

[email protected]


Jón Knútur Ásmundsson

895 9982 // [email protected]


Sigfinnur Björnsson

470 3812 // [email protected]