Viðfangsefnin hafa verið fjölbreytt en byggja öll á þeim áherslum sem íbúar lögðu fram á samfélagsþingum í aðdraganda verkefnisins og í upphafi árs 2020.

  • Stofnaður var séreignasjóðurinn Samfélagssjóður Fljótsdals, með staðfestingu sýslumanns og stofnskránni fylgt eftir með gerð úthlutunarreglna sjóðsins og starfsreglur stjórnar. Alls lagði Fljótsdalshreppur 70 milljónir króna í sjóðinn sem áætlað er að úthluta úr, a.m.k. næstu sex ár, eða til ársloka 2026. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styrkja fjárhagslega verkefni á sviði atvinnu, nýsköpunar, umhverfis, velferðar og menningar sem stuðla að jákvæðri samfélagsþróun og/eða eflingu atvinnulífs í Fljótsdal.
  • Staðarvalsúttekt fyrir byggðakjarna. Mikil þörf er fyrir íbúðarhúsnæði í Fljótsdalshreppi. Samþykkt var að semja við fyrirtækið TGJ hönnun, rannsóknir og ráðgjöf til að gera staðarvalsúttekt fyrir byggðakjarna innan sveitarfélagsins þar sem áhersla yrði lögð á eftirsóknarverðan, einstakan og vistvænan byggðakjarna sem falli vel að landslagi, sé öruggur frá náttúrunnar hendi, aðgengilegur og henti vaxandi starfsemi í dalnum. Gerð var úttekt og niðurstöður kynntar íbúum í nokkrum skrefum, fyrst tíu staðir, þá þrír og að lokum varð einn fyrir valinu. Unnið er að gerð samnings við landeiganda.
  • Atvinnuráðgjöf, leiðsögn og fræðsla. Veitt er fjölbreytileg ráðgjöf, s.s. við gerð umsókna, við mótun hugmynda og rýnt í leiðir til stuðnings rekstrar. Einnig er leiðbeint um menntun og styttri námskeið og staðið fyrir mismunandi fræðsluerindum.

Verkefnaáherslur hafa fyrst og fremst tengst fræðslumálum, nýsköpun í sauðfjárrækt og nýtingu skógarafurða. Þá ræktun nytjategunda og merkingu gönguleiða. Auk þess hefur verið unnið að fjölmörgum verkefnum á vegum sveitarfélagsins út frá áherslum íbúanna með stuðningi verkefnastjóra.

  • Örnefnanámskeið. Farið var af stað með örnefnaskráningu sem um tuttugu aðilar sýndu áhuga á. Komið var á formlegu samstarfi við Landmælingar Íslands um það verkefni.
  • Viðburðir. Skipulagðar voru tíu sumargöngur í samstarfi við íbúa, Dagur umhverfisins og plokk auk nokkurra viðburða í Végarði þegar samkomureglur leyfðu vegna Covid-19, s.s. um hamprækt, Sláturfélag Austurlands og Austurlamb, Samtök smáframleiðenda matvæla og nýsköpun í landbúnaði.

Verkefnisstjórn


Ásdís Helga Bjarnadóttir

470 3810 // [email protected]