Auk hinna hefðbundnu verkþátta var á árinu 2020 farið í þá miklu vinnu að uppfæra vef verkefnisins. Gamla vefsíðan var orðin þung í keyrslu, virkaði ekki í snjalltækjum og það gat reynst erfitt að finna upplýsingar á henni. Til að byrja með var flokkun vísa stokkuð upp og uppröðun þeirra breytt með það að markmiði að gera skipulag á síðunni markvissara og auðvelda notendum að finna upplýsingar á henni. Forritun á síðunni hófst í febrúar og var byrjað að færa inn efni á nýja síðu, ásamt því að uppfæra vísa í mars. Mikil vinna fór í að setja upp og stilla nýja síðu og var hún sniðin að því að vera létt, einföld og auka aðgengi að upplýsingum.

Verkefnisstjórn


Arnar Úlfarsson

788 7666 // [email protected]