Ársrit Ársrit
Til baka á aðalsíðu
Ársrit 2021

Menntun og rannsóknir

Ársrit 2021
  • Inngangur
  • Þekking
  • Þróun
  • Þjónusta
  • Um Austurbrú
  • SSA
  • Ársreikningar

Rannsóknir

Rannsóknaverkefni unnin innan Austurbrúar eru af tvennum toga; annars vegar verkefni sem fyrirtæki og stofnanir kaupa, hins vegar verkefni sem Austurbrú hefur frumkvæði að og rúmast innan fjárhagsáætlunar en einnig eru sóttir ýmsir styrkir í rannsóknarverkefni. Viðfangsefni ársins voru fjölbreytt; seigla í kjölfar náttúruhamfara, brottfluttar konur, Lofbrú, hringrásarhagkerfið, farveitur o.fl.

Nánar
atvinna, auglýsing, austurlandi

Nemendur

Á  vorönn 2021 voru um 86 námsmannahópar í mismunandi námskeiðum hjá Austurbrú og voru þátttakendur alls um 850. Á haustönninni voru færri eða 35 námsmannahópar og um 500 þátttakendur. Námskeið og námsleiðir eru mjög mismunandi að lengd og uppbyggingu, allt frá nokkurra klukkustunda námskeiðum til námsleiða sem standa yfir í margar annir.

Í lok hvers námskeiðs er mat lag fyrir þátttakendur. Niðurstöður eru skoðaðar út frá gæðavísi símenntunarsviðs Austurbrúar þar sem markmið eru m.a. að 80% þátttakenda segist ánægðir/mjög ánægðir, telji þekkingu og miðlun leiðbeinanda góða/mjög góða og námskeiðið gagnast sér nokkuð/mjög vel. Námskeiðsmatið hefur komið mjög vel út og eru þátttakendur ánægðir með námskeiðin sem þeir sækja hjá Austurbrú.

Austurbrú sér um fyrirlögn prófa fyrir fjarnema í háskólum á Íslandi og nemendur í öðru námi. Á vorönn voru 262 próf tekin hjá Austurbrú en 221 á haustönn.

 

Háskólanemar á Austurlandi geta fengið lærdómsaðstöðu á fimm starfsstöðvum Austurbrúar.

Lengri námsleiðir

Austurbrú sinnir rekstri námsleiða samkvæmt námsskrám Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins samkvæmt samningi. Fræðslumiðstöðin leitast við að hanna nám sem er hnitmiðað og hagkvæmt fyrir fullorðna. Markhópurinn er fólk á vinnumarkaði sem ekki hefur lokið námi á framhaldsskólastigi. Gerðar eru kröfur um lágmarksstærðir hópa, oftast um tíu nemendur, til að hægt sé að fara af stað með námsleið. Slíkar kröfur gera það að verkum að oft þarf að safna í hóp á Austurlandi og bíða með upphaf námsleiða þar til nægur fjöldi þátttakenda er til staðar.

Nánar

Stutt eða stök námskeið

Austurbrú sér um og skipuleggur námskeið, bæði fyrir almenning og fyrirtæki og stofnanir.

Á árinu voru m.a. haldin námskeið 24 námskeið með fjölbreyttum viðfangsefnum. Sem dæmi má nefna snjófljóðaþjálfun, skyndihjálp, fræðslu fyrir flokksstjóra sveitarfélaga og sérhæfð námskeið fyrir heilbrigðisstarfsfólk.

Verkefnisstjórn


Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir

470 3827 // [email protected]

Austurbrú stóð m.a. fyrir námskeiðum í skyndihjálp.

Íslenska fyrir útlendinga

Á árinu voru haldin 19 námskeið í íslensku fyrir útlendinga á sjö stöðum á Austurlandi; á Egilsstöðum, Seyðisfirði, Borgarfirði eystri, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði,  Djúpavogi og í Neskaupstað. Nemendur voru alls 190 talsins. Brugðist var við niðurstöðum úr könnunum fyrri ára þar sem fram komu óskir um að kenna á pólsku og var fyrsta slíka námskeiðið haldið á Fáskrúðsfirði. Það gaf góða raun og verður haldið áfram að leita leiða til að koma til móts við fjölbreyttan hóp innflytjanda. 

Þróun íslenskukennslu
Íslenskunámskeið á Djúpavogi.

Fullorðinsfræðsla fatlaðra

Austurbrú hefur umsjón með námsleiðum fyrir fullorðið fólk með fötlun á Austurlandi. Fjármögnun kemur frá Fjölmennt, símenntunar- og þekkingarmiðstöð. Haldin voru tíu námskeið árið 2021. Á vorönn voru haldin námskeið í útivist, farið var í perlugöngur, jeppaferð í Loðmundarfjörð, gerbaksturs námskeið, ljósmyndanámskeið og sundnámskeið. Á haustönn var boðið upp á áframhald á útivist, ljósmyndanámskeið, jólabakstursnámskeið og sundnámskeið. Halda átti fleiri námskeið t.d. í skyndihjálp en eins og árið á undan þá settu sóttvarnarreglur strik í reikninginn. Erfitt reyndist að koma fólki saman og virtist fólk vera að bíða eftir að sóttvarnaraðgerðir yrðu rýmkaðar.  

Verkefnisstjórn


Úrsúla Manda Ármannsdóttir

864 4231 // [email protected]

Austurbrú
Austurbrú ses.
Tjarnarbraut 39e,
700 Egilsstaðir, Ísland

kt. 640512-0160

[email protected]

  • ÍST 85
  • facebook
  • Senda ábendingu
  • Persónuverndarstefna
  • Starfsstöðvar
  • kt. 640512-0160
  • 470 3800
  • [email protected]