Uppbyggingar- sjóður Austurlands
Uppbyggingarsjóður Austurlands varð til árið 2015 sem hluti af Sóknaráætlun Austurlands og hefur verið úthlutað árlega úr sjóðnum síðan. Austurbrú sér um umsýslu sjóðsins og vinna við það fer fram allt árið. Nýtt fagráð og ný úthlutunarnefnd, skipuð af SSA, tekur til starfa á hverju vori. Úthlutunarnefndin fundar að hausti og ákveður tímasetningar og annað í kringum umsóknarferlið.
NánarÁfangastaðastofa Austurlands
Í verkefninu Áfangastaðastofa Austurlands er unnið að þróunarverkefnum og kynningar- og markaðssetningu á áfangastaðnum í virku samstarfi við hagaðila með það að markmiði að skapa sem besta upplifun af áfangastaðnum. Unnið er samkvæmt áherslum sem settar hafa verið fram um áfangastaðinn en grunnurinn að öllu starfi liggur í áfangastaðastaðaáætlun. Unnið er markvisst með upplifun innlendra og erlendra gesta, jafnt og íbúa. Haldnir eru reglulegir fundir með samstarfsaðilum og markaðsráði til þess að gæta samlegðar og slagkrafts í verkefnum.
Stefnumarkandi verkefni
Undir stefnumarkandi verkefni falla m.a. áfangastaðaáætlanir, samstarf markaðsstofa landshlutanna, Stuðlagilsverkefnið og efling Egilsstaðaflugvallar. Öll eiga verkefnin það sameiginlega að stuðla að heildarsamræmingu, samþættingu og sátt hagsmunaaðila, með áherslu á stefnumótun og þróun.
NánarKynningar- og markaðsstarf
Á árinu var margvíslegt markaðs- og kynningarstarf unnið. Gefinn var út bæklingurinn Destination Guide með áherslu á ferðaleiðir, afþreyingu og almennar upplýsingar um áfangastaðinn Austurland. Teknar voru myndir af svæðinu í samstarfi við ljósmyndara og myndbönd í samstarfi við N4. Tekið var á móti blaðamönnum og áhrifavöldum, auk þess sem vefurinn VisitAusturland var uppfærður og öflugu starfi haldið úti á samfélagsmiðlum.
NánarÞróunar- og uppbyggingar- verkefni
Tekist var á við fjölbreytt verkefni á þessu sviði á árinu. Matarauður Austurlands hélt viðburðaröðina Okkur að góðu og setti af stað verkefnið Láttu stjörnuna leiða þig, stóð fyrir Matarmóti á Egilsstöðum, auk hugmynda- og nýsköpunarkeppni. Unnið var að markaðssetningu vetrarferðaþjónustu, ferðaleiða og áfangastaða. Austurlandsappið var þróað áfram og myndabanki settur á laggirnar. Ferðaþjónustuaðilar hittust á morgunfundum, tóku þátt í Ratsjánni og haustfundi þar sem hvatningarverðlaun voru endurvakin.
NánarMenningarverkefni
Menningarstarf á Austurlandi er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Austurlands 2021 unnið af Austurbrú. Verkefnið felst í áframhaldandi uppbyggingu menningar á Austurlandi líkt og lengi hefur verið. Verkefnin á þessu sviði eru fjölbreytilegt. Má þar nefna BRAS menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi sem haldin var í fjórða sinn á haustmánuðum, byggða- og samveruhátíðina Dagar myrkurs, matarmenningu, List fyrir alla og samstarf menningarmiðstöðvanna þriggja í fjórðungnum.
NánarSamfélagsverkefni
Austurbrú kemur að ýmsum þróunarverkefnum sem hafa þann tilgang að efla samfélagið og stuðla að jákvæðri þróun þess. Í þessu skyni vinnum við t.d. að byggðarþróunarverkefnunum Betri Borgarfirði og Fögur framtíðar í Fljótsdal með það að markmiðið að draga fram skoðanir íbúanna sjálfra á framtíðarmöguleikum heimabyggðarinnar og leita lausna á þeirra forsendum.
Nánar