Útgáfa
Á árinu var gefinn út sérstakur Destination Guide með áherslu á ferðaleiðir, afþreyingu og almennar upplýsingar um áfangastaðinn. Bæklingurinn nýtist mjög vel áhugasömum aðilum um svæðið og einnig sem tól til að greina tækifærin á svæðinu. Bæklingurinn er helsta sölugagnið sem við höfum á ferðasýningum og í samtölum við áhugasama aðila um millilandaflug.
Einnig voru gerð ný borðkort fyrir ferðaleiðirnar sem hafa aldrei verið vinsælli.
Sumar- og vetrartökur
Í sumar var ráðist í myndtöku í samstarfi við Gunnar Frey Gunnarsson (Icelandic Explorer). Gunnar kom og myndaði svæðið með það sérstaklega í huga að ná utan um segla svæðisins og þá staði sem ferðaþjónustan er hvað mest að leita eftir. Unnið er af því að koma myndum í gagnagrunn svo efnið verði aðgengilegt.
Myndbönd í samstarfi við N4
Tökurnar voru unnar í samvinnu við sveitarfélög á Austurlandi og verða myndbönd nýtt af Austurbrú, sveitarfélögum á Austurlandi og samstarfsaðilum Austurbrúar við kynningu landshlutans. Þannig næst ákveðinni áferð og sameiginlegur tónn fyrir Austurland til áhugasamra ferðalanga. Myndirnar verða einnig notaðir í markaðsstarfi á samfélagsmiðlum, á heimasíðum og streymisveitum.
Móttaka blaðmanna og áhrifavalda
Óhætt er að segja að margar ferðir erlendra blaðamanna og móttaka áhrifavalda hafi frestast eða tekið breytingum á árinu. Austurbrú tók á móti blaðamönnum og jók samstarf við áhrifavalda til að safna góðu efni og einnig til að auka sýnileika VisitAusturland á samfélagsmiðlum.
Vef- og samfélagsmiðlar
Á árinu var vefurinn VisitAusturland.is uppfærður og fór ný útgáfa í loftið í maí. Öflug starf var unnið á samfélagsmiðlum. Sumt var unnið í samstarfi, m.a. með nokkrum áhrifavöldum, Íslandsstofu og Icelandair. Farið var í skipulagða vinnu með samfélagsmiðlana og unnið með textahöfundum varðandi birtingu alls efnis. Fjöldi fylgjenda VisitAusturland á Instagram jókst um 17% á árinu. Unnið var markvisst að auknum sýnileika Austurlands á samfélagsmiðlum og með Google-herferðum. Það skilaði sér í 22% fleiri heimsóknum VisitAusturland.is