Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar var komið á til að fylgjast með áhrifum framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun og álverið í Reyðarfirði á samfélag, umhverfi og efnahag á Austurlandi. Vöktun hefur staðið yfir frá árinu 2007 en Austurbrú hefur haldið utan um verkefnið frá árinu 2013.

Auk hinna hefðbundnu verkþátta var á árinu 2021 haldið áfram með framþróun verkefnisins. Lögð var áhersla á að uppfæra myndir og samræma útlit á milli vísa. Einnig var unnið að því að gera verkefnið sýnilegra á netinu.

 

Verkefnisstjórn


Arnar Úlfarsson

788 7666 // [email protected]