Áfangastaða- áætlun Austurlands
Áfangastaðaáætlun er sameiginleg stefnuyfirlýsing sem hefur það að markmiði að stýra uppbyggingu og þróun svæðis yfir ákveðinn tíma, skilgreina hlutverk hagsmunaaðila, tiltaka beinar aðgerðir sem hver og einn hagsmunaaðili ber ábyrgð á og hvaða bjargir/auðlindir þeir hyggjast nýta við þá vinnu. Áætlanirnar eru unnar í samvinnu við markaðsstofur landshlutanna sem fara með verkefnisstjórn áætlanagerðar á sínum svæðum. Um er að ræða heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samhæfingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þ.m.t. þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis.
Á árinu 2021 voru gögn uppfærð og þeir áfangastaðir sem Austurland leggur áherslu á. Fyrirhugað er að uppfærsla á nýrri áfangastaðaáætlun verði gerð árið 2022.
Áfangastaða- áætlun Vopnafjarðar
Á árinu hófst vinna við gerð áfangastaðaáætlunar Vopnafjarðar. Haldinn var fundur með hagaðilum í mars. Markmiðið var þó aðallega að fá umræður um hvað þarf að leggja áherslu á fyrir sumarið 2021 þegar kemur að móttöku ferðamanna. Unnið var í hópum og náðust góðar umræður um það sem vel hefur verið gert og hvað þarf að gera fyrir sumarið í sumar. Austurbrú tók saman niðurstöðurnar og mun í samstarfi við Vopnafjarðarhrepp ákveða hvaða aðgerðir verður ráðist í. Einnig var framkvæmd íbúakönnun á árinu og munu þær niðurstöður einnig verða nýttar. Horft er til að áætlun klárist árið 2022.
Efling Egilsstaðaflugvallar
Lögð var áhersla á framtíðarsýn, áhersluverkefni og áframhaldandi seglavinnu á árinu. Heimsfaraldur Covid-19 hefur haft áhrif á m.a. ferðasýningar og vinnustofur en tíminn hefur verið nýttur í efnisvinnslu og gagnaöflun.
NánarSamstarf markaðsstofa landshlutanna
Samstarf markaðsstofa landshlutanna er farvegur til sameiginlegra áhrifa í þróun og markaðssetningu ferðaþjónustu landshlutanna og vettvangur og öflugur bakhjarl varðandi þekkingu, markaðs-og þróunarstarf markaðsstofanna. Með tilkomu áfangastaðastofa á landsvísu hefur samstarfið orðið markvissara.
Vegna covid voru Mannamót 2021 ekki haldin og haustráðstefna var einnig slegin af funduðu markaðsstofurnar regluglega yfir árið og horft er til aukins samstarfs á næstu árum með skýrara hlutverki markaðsstofanna sem áfangastaðastofa.
Stuðlagil
Á árinu var undirritaður samstarfssamningur hagsmunaaðila við áfangastaðinn Stuðlagil. Tilgangurinn með samstarfinu er að þróa áfangastaðinn sem notið hefur mikilla vinsælda meðal ferðamanna á síðustu misserum. Tilgangurinn með samstarfinu er að stuðla að heildarsamræmingu með því að skapa ferli sem tekur mið af samþættingu hagsmunaaðila, sátt íbúa, opinberri stefnumótun, staðbundinni stefnumótun, sjálfbærni og ábyrgri nýtingu, gæða og fagurfræði í hönnun innviða.
Nánar