Á árinu var undirritaður samstarfssamningur hagsmunaaðila við áfangastaðinn Stuðlagil. Tilgangurinn með samstarfinu er að þróa áfangastaðinn sem notið hefur mikilla vinsælda meðal ferðamanna á síðustu misserum. Tilgangurinn með samstarfinu er að stuðla að heildarsamræmingu með því að skapa ferli sem tekur mið af samþættingu hagsmunaaðila, sátt íbúa, opinberri stefnumótun, staðbundinni stefnumótun, sjálfbærni og ábyrgri nýtingu, gæða og fagurfræði í hönnun innviða.
Unnið verður eftir svokölluðu T.E.R.R.A módeli, þar sem notast er við aðferðafræði hönnunarhugsunar, og er gert ráð fyrir að verkið siptist í fimm áfanga. Markmiðið er að landeigendur, í samstarfi við sveitarfélagið Múlaþing og Austurbrú, vinni sameiginlega að heildarskipulagi fyrir áfangastaðinn. Að þeim tíma loknum liggi fyrir aðgerðaáætlun og kynning á framtíðarsýn Stuðlagils auk lokaskýrslu um ferli og aðferðafræði fyrir uppbyggingu á áfangastöðum þar sem sjálfbærni og heildarsamræmingu sé höfð að leiðarljósi.
Teiknistofa Norðurlands mun vinna að rammaskipulaginu og Efla mun vinna þolmarka- og arðsemisgreiningu fyrir svæðið með samstarfshópnum. Horft er til þess að vinnu geti verið lokið í lok árs 2022.