Smáframleiðendur matvæla á landinu sameinuðust í svokallaðir Matsjá. Námskeið sem Samtök smáframleiðenda matvæla og landshlutasamtökin settu fram í samstarfi við RATA og hlaut styrk frá Matvælasjóði. Um var að ræða fjarnám með sameiginlegri fræðslu og vinnu í smærri hópum. Einn slíkur hópur var í umsjón Austurbrúar, þ.e. með austfirskum smáframleiðendum.
Námið lagði áherslu á að efla leiðtogafæri smáframleiðenda, auka færni í vöruþróun og bæta þjónustu á sama tíma og tengslanetið var elft. Námið átti sér stað á tímabilinu frá janúar og fram í apríl. Endað var með veglegri uppskeruhátíð á Laugarbakka í Vestur Húnavatnssýslu þar sem fram fóru vinnusmiðjur og opinn matarmarkaður 7. apríl. Þátttakendur í heildina voru alls um 80 af öllu landinu þar af sjö smáframleiðendur á Austurlandi en þeir voru frá: Blábjörgum, Breiðdalsbita, Geitagotti, Holti og heiðum, Lefever Sauce Co., Lindarbrekku og Nielsen Restaurant.